Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
HVER er að 'mismuna' hjá Reykjavíkurborg?
Enn og aftur dettur út dellufrétt um meintan "óútskýrðan launamun kynjanna".
Hann er nú samt ekki "óútskýrðari" en svo að margir, og þá sérstaklega femínistar, fullyrða að hann sé "kynbundinn", sumsé munur sem skýrist fyrst og fremst á tegund kynfæra (frekar en hárlits, augnlits, hæðar, útlitsfegurðar, ákveðni, metnaðar, vilja einstaklinga til að vera hjá fjölskyldu frekar en á skrifstofu, ábyrgðartilfinningar og annars sem ekki er "leiðrétt" fyrir).
Spurningin er þá: HVER er að "mismuna" hjá Reykjavíkurborg?
Starfsmenn Reykjavíkur eru nú ekki það margir að þá megi ekki finna. Flestir starfsmenn þiggja laun samkvæmt einhverjum launtöflum. Yfirmenn hjá borginni hafa varla mjög mikið svigrúm til að semja um laun eins og gengur og gerist í einkageiranum eða í bakherbergjum ráðuneytanna í Stjórnarráðinu.
Þeir sem telja að verið sé að "mismuna" í Reykjavík (eftir einhverju öðru en einfaldri hæfni og metnaði einstaklinganna sem þar starfa) HLJÓTA að reyna hafa uppi á þeim sem framkvæma meinta mismunun og draga þá yfirmenn fram í dagsljósið.
Ef meintir jafnréttisskúrkar finnast ekki innan litlu og miðstýrðu Reykjavíkur þá hlýt ég að leyfa mér að efast um tilvist þeirra, rétt eins og huldufólks og jólasveinanna.
Kynbundinn launamunur minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Taktu eftir, megnið 77% eru konur. Getur það eitt og sér ekki útskýrt afhverju munurinn er ekki meiri? Það er bara staðreynd að allstaðar í heiminum er erfitt að eyða þessum mun, það er eins og þetta sé genatískt náttúrulögmál.
Ullarinn (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 09:14
Það er vissulega ein tilgáta af mörgum. Kannski hafa konur almennt bara minni áhuga á yfirvinnu og meiri áhuga á fjölskyldulífinu og við það er ekkert að athuga. Raunar finnst mér það aðdáunarvert og til fyrirmyndar.
Þetta svarar samt ekki spurningu minni: HVERJIR eru það hjá Reykjavík sem stunda meinta "mismunun"? Jólasveininn? Pétur pan? Djákninn á Myrká?
Geir Ágústsson, 13.8.2010 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.