Mánudagur, 2. ágúst 2010
Frekar Ítalir en Kanadamenn?
Eftir tæpa tvo áratugi í EES kom loksins sá dagur að erlendur aðili hætti fjármagni sínu í fjárfestingu í íslenskum orkuiðnaði. Hann dregur sennilega í land með það, enda hafa íslensk stjórnvöld sýnt að þau geta allt nema tekið ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut.
EES hefur alla tíð heimilað ESB-ríkjum að fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði, og Íslendingum að fjárfesta í erlendum orkuiðnaði. Íslendingar hafa ekki dregið lappirnar hvað varðar t.d. fjárfestingar í sjávarauðlindum innan ESB. Sennilega finnst Íslendingum þeir sjálfir vera skárri útlendingar úti en útlendingar frá Kanada eru á Íslandi.
ESB-ríki eins og Ítalía og Portúgal teljast ekki til "skúffu"landa eins og Kanada. Ég skil samt ekki þennan ótta við Kanadabúa. Miklu nær væri að bjóða Kanada aðild að EES en að henda þeim úr landi því þeir eru á rangri hlið Atlantshafsins. Þá gætu Íslendingar skipst á þekkingu og fjármagni við Kanadamenn, t.d. á sviðum orkuframleiðslu og sjávarútvegs.
Af hverju að umbera t.d. Ítali (ESB-þjóð) en ekki Kanadamenn? Skipta landamæri ennþá aðalmáli? Er skynsamlegt að velja sér viðskiptafélaga út frá landfræðilegri staðsetningu þeirra? Frekar Albani en Ástrala? Frekari Ítali en Indverja?
Eðlilegt að Magma skoði málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.