Fækkum föngum með fækkun glæpa

Föngum fjölgar á Íslandi eins og raunar víðar á Vesturlöndum. Kreppan hefur auðvitað sitt að segja, enda margir örvæntingarfullir í ástandi þar sem engin störf er að fá (sem borga betur en atvinnuleysisbæturnar) og stjórnvöld og dómstólar hringla með lán og vexti og leyfa engum banka að fara á hausinn.

En fjölgun fanga er líka að hluta til heimatilbúið vandamál hjá löggjafarvaldinu. Glæpum er að fjölga því boðum og bönnum er að fjölga. Í stað þess að fangelsi séu mönnuð ofbeldismönnum og þjófum þá eru þar líka fíklar, sölumenn eiturlyfja, kaupendur vændisþjónustu, smyglarar og bráðum nektardansmeyjar. Ofbeldislaus og frjáls viðskipti eru mörg hver bönnuð með lögum, og það getur af sér fjölda glæpamanna.

Í Bandaríkjunum var lagt í "stríð gegn eiturlyfjum" fyrir nokkrum áratugum. Þar í landi manna nú eiturlyfjaneytendur og -seljendur flest fangarými. Stefnir í eitthvað svipað á Íslandi?

Fækkum föngum með fækkun glæpa. Einfalt ráð sem virkar jafnvel og hið gagnstæða (fjölgun fanga með fjölgun glæpa). 


mbl.is Bygging nýs fangelsis boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband