Hvernig er hagvöxtur 'mældur'?

Á fundinum kom fram að kreppunni á Íslandi sé „tæknilega séð“ lokið, þótt almenningur finni ekki endilega fyrir því. Miðar sjóðurinn þar við að hagkerfið hefur vaxið í tvo ársfjórðunga. Hins vegar er enn umtalsverð áhætta í fjármálakerfinu.

Svona mæla spekingarnir. Kunnugleg ræða? Eru þetta ekki sömu snillingar og gáfu bankakerfum heimsins hæstu einkunnir allt fram að hruni?

En hvaða "vöxt" á hagkerfinu er verið að tala um? Látum núverandi viðskiptaráðherra, Gylfa Magnússon, um að svara því:

 Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur og er hann mældur í hundraðshlutum (prósentum). Ef þjóðarframleiðsla dregst saman er stundum talað um neikvæðan hagvöxt.

Hið falda í þessu er að umrædd "þjóðarframleiðsla" getur verið nánast hvaða eyðsla sem er. Ef ríkið tekur 1000 milljarða að láni, og byggir fyrir það stóran pýramída á miðju hálendinu, þá koma þessir 1000 milljarðar inn í "reikninginn" og "mælast" sem aukning í framleiðslu á Íslandi. 

Fjarstæðukennt dæmi? Varla. Er ekki verið að reisa stórt og mikið hof við Reykjavíkurhöfn fyrir lánsfé núna? Er ríkið ekki að lána 100-200 milljarða á ári til að pumpa í gjaldþrota opinberan rekstur og til að koma andvana og gjaldþrota viðskiptabönkum á legg aftur? 

For instance, if a government embarks on the building of a pyramid, which adds absolutely nothing to the well-being of individuals, the GDP framework will regard this as economic growth. In reality, however, the building of the pyramid will divert real funding from wealth-generating activities, thereby stifling the production of wealth. (#)

Hagfræðingar hinnar "viðurkenndu hagfræði" stinga nefinu stundum svo langt ofan í gögnin að þeir gleyma því hvað er raunverulega að gerast í kringum þá. Því er ekki furðulegt að hagfræðingar tali um að hagkerfið "vaxi" þegar það er að minnka og drukkna í skuldum hins opinbera, og að hagvöxtur sé til staðar "þótt almenningur finni ekki endilega fyrir því". 


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hagvöxtur er hagfræðileg mælieining sem mælir hvorki atvinnuleysi né líðan fólks. Hagfræðingar vita sjaldnast mikið um líðan fólks. Reyndar er umdeild grein innan hagfræði, sem reynir að nota "hamingju" í staðinn fyrir "peninga", einskonar hamingjuhagfræði.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er langur vegur í það að kreppan sé á versta stað því að við höfum ekki þurft að borga ennþá henni hefur verið frestað og það er vandamálið!

Sigurður Haraldsson, 28.6.2010 kl. 19:14

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Ég er sammála. Hagkerfinu hefur ekki verið leyft að taka til eftir bóluna og ríkisreksturinn heldur áfram að liggja eins og þung mara ofan á því. 

Hið sama er raunar að gerast í Bandaríkjunum. Þar ákvað Obama að leyfa bólunni úr forsetatíð GWB að missa vind, og ákvað þess í stað að pumpa enn meira lofti í hana. Þar eiga menn líka inni stóran og mikinn skell.

Geir Ágústsson, 29.6.2010 kl. 08:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Hérna (og hér (1 MB PDF-skjal), frá bls. 339) getur þú lesið um aðra ráhugaverðar mælieiningar, GNP og PPR.

 Private Product Remaining or PPR is a means of national income accounting similar to, the more commonly encountered GNP. Since government is financed through taxation and any resulting output is not (usually) sold on the market, what value is ascribed to it is disputed (see calculation problem), and it is counted in GNP. Murray Rothbard developed the GPP (Gross Private Product) and PPR measures. GPP is GNP minus income originating in government and government enterprises. PPR is GPP minus the higher of government expenditures and tax revenues plus interest received.

For example, in an economy in which the private expenditures total $1,000 and government expenditures total $200, the GNP would be $1,200, GPP would be $1,000, and PPR would be $800.

Geir Ágústsson, 29.6.2010 kl. 08:28

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

takk fyrir þessar útskýringar á PPR og GPP, og takk fyrir þennan link á America's Great Depression.  Hún er á óskalistanum mínum á Amazon ;)

Lúðvík Júlíusson, 29.6.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband