Föstudagur, 25. júní 2010
Timothy Geithner ætti að vanda orðaval sitt
Hvers vegna er Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, að predika yfir Evrópubúum um skuldasöfnun? Í Bandaríkjunum stefnir fjárlagahallinn nú í 1,4 milljarða Bandaríkjadollara og skuldir alríkisins í 12 trilljarða Bandaríkjadollara. Þetta eru engar smá upphæðir jafnvel þótt tekið sé tillit til rýrnunar á kaupmætti dollarans sem afleiðing gríðarlegrar peningaprentunar undanfarin ár og sérstaklega missera.
Bandaríkin eru í miklum vandræðum. Þar eyða menn sem óðir væru í nafni falshagfræði þar sem "eyðsla" jafngildir "hagvexti". Obama varar við því að draga úr skuldum "of hratt" á meðan Þjóðverjar vara við skuldafíkn ríkja. Ef gjaldþrotahætta ríkja væri á Lengjunni, þá fengju Bandaríkin stuðulinn 1,0 hjá mér og Þjóðverjar stuðulinn 50.
Sá dagur nálgast óðum þar sem Kínverjar tilkynna Bandaríkjamönnum að ódýr neyslulán fást ekki lengur hjá þeim nema vaxtakjör batni umtalsvert. Bandaríkjamenn þurfa þá að taka mjög hratt á gríðarlegum hallarekstri sínum, snarhækka vexti og jafnvel byrja að borga niður eitthvað af skuldum sínum, þótt slíkt sé nánast óhugsandi í pólitísku landslagi þeirra í dag (og svipaða sögu er raunar hægt að segja um Ísland, þar sem skuldsett eyðsla er eina skýra markmið yfirvalda). Þá verður heiminum kannski loksins ljóst að Bandaríkjamenn eru ekki eimreiðin sem keyrir hagvöxt heimsins áfram, heldur þungur eftirvagn sem réttast væri að losa af lestinni.
Obama er ekki lestarstjóri. Hann er farartálmi.
Einbeiti sér að hagvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.