Mánudagur, 21. júní 2010
Ákvörðun Kínverja mun hafa mikil áhrif á mjög margt
Þeir sem vilja vita meira um afleiðingar af ákvörðun Kínverja um að leysa gjaldmiðil sinn örlítið meira úr viðjum bandaríska dollarans er bent á þetta myndband, þá sérstaklega seinustu 2-3 mínúturnar. Maðurinn sem sannarlega sá hrunið fyrir, og er að sjá fyrir afleiðingar aðgerða stjórnvalda á Vesturlöndum í dag, er maður sem ber að taka mark á.
Helstu punktar:
- Kaupmáttur kínverskra neytenda batnar nú með styrkingu gjaldmiðils þeirra (stöðvun á rýrnun kaupmáttar hans vegna peningaprentunar til að halda í við bandaríska dollarann)
- Kínverjar byrja að kaupa meira. Þetta mun koma fram í hækkun verðlags á ýmissi hrávöru (olíu, landbúnaðarvörum) og t.d. gulli
- Eftirspurn Kínverja eftir skuldabréfum bandaríska seðlabankans minnkar og aðgengi Bandaríkjamanna að lánsfé versnar sem mun neyða bandarísk yfirvöld til að stíga á útgjaldabremsuna eða gefa peningaprentunarvaldinu lausan tauminn með tilheyrandi hruni á bandaríska dollaranum
Þá vitum við það.
Verðhækkun á hráolíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.