Föstudagur, 18. júní 2010
Að ræða eða ekki ræða
Skemmtileg lýsing á "viðræðuferlinu" hér þar sem vísað er í þessa könnun:
Mjög merkilegt er að svo stór hluti vilji að Össur hætti dyraati sínu í Brussel því að á tímabili vildu margir Íslendingar sjá hvað væri í boði og höfðu þá fallið fyrir plati vinstrimanna um að aðild að ESB væri létt spjall yfir kaffibolla en ekki bein og afdráttarlaus ósk um að landið og allar auðlindir þess renni til Brussel.
Í fréttinni segir:
Ljóst sé hins vegar að talsverður tími muni fara í að ræða þætti á borð við sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og byggðamál.
Já auðvitað fer langur tími í að "ræða" þessa þætti. ESB vill komast inn á hina íslensku landhelgi en Íslendingar vilja hafa hana út af fyrir sig. Þarna ber himin og haf á milli og í raun er um óbrúanlegt bil að ræða. Þess vegna verða "viðræður" um það tímafrekar.
Enn greint á um hvort ESB-aðild sé háð Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.