Þriðjudagur, 15. júní 2010
Þegar keisarinn hlær, þá hlægja aðrir með
Besti flokkurinn er e.t.v. "ekki stjórnmálaflokkur í hefðbundnum skilningi þess orðs", en hann hefur engu að síður raunveruleg völd í mjög hefðbundnum skilningi þess orðs. Hann og samstarfsflokkur hans í borgarstjórn geta ákveðið að féfletta núverandi og komandi kynslóðir Reykvíkinga með stóraukinni skattlagningu og gjaldtöku á öllu mögulegu og einnig stórkostlegri skuldsetningu borgarinnar og leppfyrirtækja hennar. Í stíl R-listans.
Jón Gnarr mun láta Dag B. Eggertsson sannfæra sig um að hækka útsvarið í topp. Það er nánast öruggt. Enginn mun þora að segja neitt því þegar keisarinn segir "brandara", þá hlægja hinir sem vilja vera í hlýjunni og taka þátt í veislunni. Þannig er það og hefur alltaf verið í pólitík, og alveg hægt að ganga að því sem gefnum hlut.
Vonandi innleiðir Jón Gnarr einhverjar góðar breytingar í borgina og kemur með ferska sýn á t.d. botnlaust bruðlið í rekstri borgarinnar. Vonandi gerir hann það, þótt hann hafi ekki fært neitt nýtt fram ennþá t.d. þegar kemur að myndun meirihluta þar sem flokknum sem missti mest fylgi er úthlutað nánast hverju sem hann vill.
Meira ímyndunarafl en rökhugsun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
" Þannig er það og hefur alltaf verið í pólitík, og alveg hægt að ganga að því sem gefnum hlut."
Hér vitnar þú að sjálfsögðu réttilega í stjórnunarhætti Sjálfstæðisflokksins, þessi skrif þín eru einmitt sönnun þess að tími er kominn á breytingar.
Garðar (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 16:08
Garðar,
Hvernig er Jóhanna Sig. að stjórna öðruvísi? Konan sem hreinlega lýgur í ræðustól Alþingis. Ég er "að sjálfsögðu" að vísa til þess að það á meðan það er til fólk með völd, þá er til annað fólk sem vill baða sig í hlýju þeirra valda. Óháð stað, stund, landi og flokki.
Þessar "breytingar" sem áttu að koma með öllu þessu nýja fólki (og gömlu fólki með nýja titla) virðast oftar en ekki ætla vera verri en það sem átti að breyta.
Geir Ágústsson, 15.6.2010 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.