Falsað gengi á krónunni?

Íslenska hagkerfið er ennþá á niðurleið, og nýjar skattahækkanir og aukið reglugerðafargan frá Alþingi eru að gera illt verra, dag frá degi. Seðlabankanum er beitt eins og verkfæri til að fela drepandi afleiðingar gjaldeyrishaftanna og hann skuldsettur á bólakaf til að fegra stöðu íslensku krónunnar, sem enn þann dag í dag hefur ekki fengið að hleypa í gegn djúpu verðbólguskoti sem hið íslenska hagkerfi á hinni.

Almenningur er því skiljanlega en ranglega farinn að halda að nú sé botninum náð og að uppsveifla sé handan við hornið. Hann bregst því við með aukinni neyslu og... kaupum á nýjum bílum!

Hvað heldur hinn ágæti lesandi að verði um eiturlyfjafíkilinn sem er sífellt að fá nýja og stærri sprautu af dópinu sínu, með lækni á launum hjá Steingrími J. við að segja honum að vera óhræddur við að taka stækkandi skammta, því víman sé jú góð, og alveg óþarfi að hugsa um langtímaafleiðingar neyslunnar? 

Sá fíkill deyr hratt, en sennilega með bros á vör og sennilega sem heitur stuðningsmaður hins dópgefandi læknis sem nú er byrjaður að sprauta næsta fíkil. 


mbl.is Bílasala byrjuð að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Aukinn innflutningur er í reynd slæmar fréttir, þ.s. Ísland efnahagsplan ríkisstjórnarinnar krefst enn meiri hagnaðar af utanríkisverslun landsmanna á þessu ári en því síðasta, þrátt fyrir að 2009 hafi verið metár.

Á hinn bóginn, virðist ríkisstjórnin vera nú kominn í það far, að láta hlutina líta vel út til skamms tíma eingöngu. Og, því miður bregðast fjölmiðlarnir eina ferðina enn - þ.e. sosum orðin regla fremur en undantekning.

En, slík hegðun ríkisstj. bendir til, að hún sjálf sé búin að gefast upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband