Föstudagur, 5. febrúar 2010
Harma samstöðu á Alþingi
Heimdallur fagnar samstöðu á Alþingi. Ég harma hana. Von Íslands felst í því að ríkisstjórninni sé enginn griður gefinn í aðildarumsókn sinni að ESB og látlausu tali um "skuldbindingar" Íslands, sem eru ekki til staðar nema á milli stjórnmálamanna.
Því miður hafa formenn Sjalla og Framsóknarmanna nú látið táldraga sig að "samninga"borðinu og þeim sagt að þeir fái áhrif, utanlandsferðir og möguleika á að sitja við sama borð og fína fólkið í útlöndum. Þetta er hins vegar skammgóður vermir fyrir framagjarna stjórnmálamenn því um leið og ríkisstjórnin hefur fengið sínu fram, þá hættir hún að hlusta á stjórnarandstöðuna. Og þá er of seint að snúa til baka.
Nú virðist andstaðan við áætlanir ríkisstjórnarinnar vera horfin á Alþingi. Heimdallur fagnar. Ég harma.
Fagna samstöðu á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Stjórnm´lamennirnir vilja semja um að taka af okkur kosningaréttinn. Þess vegna ættum við að kjósa (utankjörstaða) meðan það er hægt
Sigurður Þórðarson, 5.2.2010 kl. 13:02
Við megum aldrei láta taka af okkur þann rétt að kjósa um mál sem varða við landráð eins og icesave málið.
Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.