Hvað með fundargjörð?

Utanríkisráðherra, sem nú situr heima á meðan forsætisráðherra sinnir utanríkismálum (í eigin frítíma, á eigin kostnað?), segir nú að forsætisráðherra sé í "einkaheimsókn" í Brussel. Er það annað orð yfir fund þar sem engin fundargerð er skrifuð?

Þeir hafa verið margir, leynifundirnir hjá bæði fyrrum viðskiptamálaráðherra Samfylkingarinnar og öðrum, eftir hrunið. Margt hefur verið rætt og ákveðið á þessum leynifundum og enginn getur vísað í neinar fundargerðir því engar slíkar voru skrifaðar. Þetta hefur valdið mér og öðrum stórkostlegum vandræðum. Hver ákvað hvað, með hverjum, og hvenær? Var skrifað undir eitthvað eða bara rætt og ákveðið? 

Ríkisstjórnin hefur gert sitt besta til að segja sem minnst við almenning. Þegar ríkisstjórnin ákveður eitthvað sín á milli, þá eru allar upplýsingar komnar fram, þótt ekki megi birta þær. Þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu, þá vantar alltaf enn eina skýrsluna svo hægt sé að kjósa á réttum forsendum. Þessi feluleikur ríkisstjórnarinnar er sennilega að miklu leyti sprottinn upp úr "einkaheimsóknum" þar sem engar fundargerðir voru ritaðar. 

Og núna er Jóhanna í enn einni...


mbl.is Jóhanna í einkaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Hún hlítur að vera í launalausu fríi

Jón Sveinsson, 4.2.2010 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband