Mánudagur, 1. febrúar 2010
Heilræði fyrir ríkisstjórnina
Ríkisstjórnin er ráðvillt, og ekki sýnist mér stjórnarandstaðan hafa lausnir á færibandi. Er þá ekki við hæfi að birta heilræði til þingmanna, í formi reynslusögu þar sem rétt úrræði voru tekin og kreppa tekin af lífi á litlum tveimur árum?
Hér er texti um "gleymdu kreppuna" í Bandaríkjunum árin 1920-1923. Örlítill textabútur þaðan, í minni lauslegu og einfölduðu þýðingu:
Í stað "örvunaraðgerða" þá helmingaði ríkisstjórnin útgjöld hins opinbera á tveimur árum. Aðrar aðgerðir voru í svipuðum stíl. Skattprósentur voru snarlækkaðar á alla tekjuhópa. Skuldir hins opinbera voru minnkaðar um þriðjung.
Þar fyrir utan var varla um neinar aðgerðir af hálfu seðlabankans að ræða. Þrátt fyrir hraða efnahagssamdráttarins þá aðhafðist seðlabankinn ekkert til að auka peningamagn í umferð og berjast þannig gegn samdrættinum [hjöðnun verðlags]. Sumarið eftir að kreppan hófst voru merki efnahagsbata þegar byrjuð að sjást. Ári seinna hafði atvinnuleysi helmingast og var komið í 2.4% öðru ári síðar.
Kreppan 1920-1923 í Bandaríkjunum hófst sem sú alvarlegasta í sögu Bandaríkjanna en var á brott 2 árum seinna. Ástæða: Ríkisvaldið leyfði hagkerfinu að hreinsa sig af peningaprentun og hallarekstri fyrri heimstyrjaldar og dró stórkostlega úr umsvifum sínum.
Kreppan sem hófst árið 1929 hófst af öðrum ástæðum en byrjaði ekki verr en sú árið 1920. Hún entist í áratug og einkenndist frá upphafi af stórkostlegum "örvunaraðgerðum" hins opinbera. Hagkerfinu var ekki leyft að jafna sig á peningaprentun 3. áratugs 20. aldar. Afleiðingin var heimskreppa.
Skyldu hagfræðingar hafa lært eitthvað? Nei. Þeir ætla sér að endurtaka öll mistök Kreppunnar miklu.
Mörg stórmál óleyst á ársafmæli stjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.