Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Engin kreppa hjá elítunni?
62 milljónum króna veitt í afþreyingu úr vösum útsvarsgreiðendum í Reykjavík, það er ekkert annað! Miðað við að 13% af tekjum Reykvíkinga séu gerðar upptækar í hverjum mánuði, og miðað við 400 þús. krónur í mánaðarlaun, þá er verið að eyða blóði og svita tæplega 1200 vinnandi Reykjavíkinga í afþreyingu fyrir einhverja allt aðra Reykjavíkinga sem tíma ekki að borga fyrir tómstundir sínar sjálfir.
Og það í mestu kreppu Íslandssögunnar!
Já, svona hefur menningarelítan það gott á meðan almenningur missir húsnæði sitt og vonar á hverjum degi að það sé til salt í grautinn.
Ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt.
Borgin veitir menningarstyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já svona hefur menningarelítan það gott, segir þú. Þessi framlög Reykjavíkurborgar eru lægri en sem nemur stofnkostnaði við eitt stóriðjustarf og þessir peningar dreifast á hundruði manna. Hér er um að ræða listamenn sem gefa lífinu lit og ef teknir eru á móti allar þær stundir sem sömu listamenn hafa gefið þjóðinni með því að koma ólaunaðir fram á allskyns styrktar og söfnunarsamkomum þá lítur dæmið öðruvísi út. Að lifa í samfélagi kostar peninga og maður þarf að sættast á það að ekki fara allir skattpeningarnir í eitthvað sem manni hugnast persónulega. Reyndar finnst mé mega vera krafa á ALLA sem fá einhverja styrki frá hinu opinbera að þeir skili inn reikningshaldi yfir það hvernig styrknum var varið, ég er ekki viss um að það sé gert. Einnig mætti halda betur utan um svona styrki með því að borgin greiddi þá ekki út beint, heldur greiddi reikninga sem styrkþegar skrifa upp á. Notum heldur krafta okkar til að mótmæla bruðli á hæstu stöðum, rándýrum sendiherrahöllum, sagaklassfarmiðum og þessháttar.
Látum í friði listamenn sem margir hverjir búa við lítið atvinnuöryggi og gloppóttar tekjur (þeir kjósa sér það að vísu sjálfir í nafni listarinnar) þó til þeirra rati molar af borði yfirvalda. Menningin skapar verðmæti eins og aðrar atvinnugreinar.
Hvað heldur þú að miði myndi kosta á handboltaleik ef engir væru opiberir styrkir? eða æfingagjöldin, SÆLL!! Engin kreppa hjá handboltaelítunni??
Hrönn (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 23:53
tek 100% undir allt það sem Hrönn sagði.
Ari Þór Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 02:51
Filistíni
Ársæll Níelsson, 29.1.2010 kl. 08:00
Hrönn,
Þú gleymir öllu því sem tapast þegar skattstjóri er búinn að klípa í veski skattgreiðenda. Þú talar eins og allt sem heiti list og íþróttamenning gufi upp ef skattgreiðendur eru ekki þvingaðir til að niðurgreiða. Og að það sem kostar 1000 kr, er niðurgreitt um 700 kr, og er rukkað 300 kr fyrir að horfa á í dag muni áfram kosta 1000 kr ef 700 kr framlagið úr vösum skattgreiðenda er tekið í burtu.
Og þú gleymir því að ef ríkið skilur meira eftir af launum launþega hjá launþegum þá hafa launþegar meira fé á milli handanna. Sumir munu vilja greiða upp skuldir sínar og klæða börn sín og síðan greiða fyrir afþreyingu, á meðan aðrir fresta matartímum barna sinna til að horfa á danshóp. Þú tekur þetta val af fólki og kallar það "samfélagskostnað". Það þykir mér ósmekklegt.
"Molar" þínir eru 13% af launum 1200 manns. Hafðu það í huga.
Geir Ágústsson, 29.1.2010 kl. 09:03
Ég gleymdi engu, ef þú ert á móti styrkjum til menningar ertu þá ekki á móti styrkjum almennt? Ef ekki, hver á að velja "hina verðugu".
Hvaða styrkjum ert þú fylgjandi, ef einhverjum? Kvótakerfinu, skattaafsláttum til stóriðju, þær eru margar matarholurnar hjá ríkinu stærri en menningarstyrkirnir.
Eins og ég sagði hér að ofan þá á að stíga varlega til jarðar í styrkjaveitingum og kjörnir fulltrúar og styrkþegar líka þurfa að læra að umgangast peningana okkar af virðingu og ráðdeild. Ég er í raun sammála því að ríkið eigi að taka eins lítið af okkur og það frekast kemst af með, því spillingarhættan er mikil.
Mér hugnaðist ekki það ástand sem var þegar auðmenn úthlutaðu af "náð" til listamanna. Menn dáðust að gjafmildi þeirra en gleymdu því að þeir voru að úthluta peningum sem annars hefðu farið í skattgreiðslur! semsagt einkaaðilar að úthluta opinberu fé??
Hrönn (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 11:01
Hrönn,
Ég er einfaldlega á þeirri skoðun að laun og tekjur séu eign þeirra sem þess afla. Því fleiri holur og göt í kerfinu sem gera fólki kleift að halda eigin launum og tekjum óskertum, því betra.
Einnig að þeir sem verðmætanna afla (t.d. þeir sem kaupa skip, sigla út á sjó, draga fisk um borð, sigla með hann í land og selja) eigi að njóta uppskeru verðmætaöflunarinnar.
Og að hver sá sem stingur ryksugu inn í ferli verðmætasköpunar og launavinnu til að sjúga smá fé út til að deila til einhvers annars sé að stunda þjófnað.
En þetta eru réttlætisrökin.
Í dag er til stórt og mikið kerfi "fíknar" á hinu opinbera. Það "krefst" þess að ríkið taki frá þeim sem afla, og veiti til þeirra sem þiggja og neyta. En þar með er kerfið ekki réttlætt. Eingöngu útskýrt.
Geir Ágústsson, 29.1.2010 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.