Mánudagur, 18. janúar 2010
Sósíalisti boðar ríkisafskipti - hvað er nýtt?
Haft eftir hinum franska sósíalista Dominique Strauss-Kahn:
Sagði hann að á meðan eftirspurn á almennum markaði væri jafn veik og raun beri vitni þá eigi ekki að hætta opinberum aðgerðum. Varaði Strauss-Kahn við því að hætta væri á annarri niðursveiflu ef opinberum aðgerðum væri hætt of snemma.
Hinn franski sósíalisti varar við því að ríkið sleppi greipum sínum af hagkerfinu "of snemma", því þá er hætta á að heimskreppan framlengist. Jahérna, stórfrétt á ferðinni!
Auðvitað vill hinn franski sósíalisti ekki að ríkisvaldið dragi úr afskiptum sínum og björgunaraðgerðum. Hann vill væntanlega heldur ekki að sú stofnun sem hann stýrir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, minnki við umsvif sín og hætti að blása í sprungin dekk gjaldþrota um allan heim. Það er einfaldlega hugmyndafræði hins franska sósíalista að boða aukin afskipti hins opinbera, og segja í sömu andrá að ef ekki værir fyrir þau þá væri allt farið í kalda kol, og muni fara í kalda kol ef hin opinberu afskipti eru minnkuð.
Hinum franska sósíalista væri kannski nær að kynna sér hina "gleymdu" kreppu í Bandaríkjunum árin 1920-1921. Um hana er t.d. hægt að segja:
The conventional wisdom holds that in the absence of government countercyclical policy, whether fiscal or monetary (or both), we cannot expect economic recovery at least, not without an intolerably long delay. Yet the very opposite policies were followed during the depression of 19201921, and recovery was in fact not long in coming.
Hvað segja franskir sósíalistar þá, í skínandi ljósi hinna sögulegu staðreynda? Væntanlega ekkert nýtt.
Varar við annarri niðursveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.