Nýtt hljóð í skrokknum

Eftir áralanga umræðu um að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi þá virðist vera komið alveg nýtt hljóð í skrokkinn, a.m.k. á þeim sem vilja þjóðnýta andvirði tapaðra innistæða vegna Icesave án nokkurra lagastoða eða rökstuddra krafna annarra en "ég er stærri en þú, borgaðu!".

Svona var hljóðið áður en ríkisstjórnin fór í fýluferð til Bessastaða (tekið héðan):

Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009
Aukið lýðræði – vegur til framtíðar.
Lýðræðisumbætur

Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.

Kosningastefna Borgarahreyfingarinnar 2009
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. Sama skal gilda um þingrof.

Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009
Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.

Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur
Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá
•Þjóðaratkvæðagreiðslur.
•Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.
•Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
•Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.
•Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins 2009
Lýðræði og réttlæti fyrir okkur öll
Við viljum að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar.

Ályktun um réttarfars- og stjórnskipunarmál (landsfundur Sjálfstæðisflokks, 2009)
Landsfundur telur að setja skuli almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og þær lágmarkskröfur sem gera á um stuðning við mál á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu.

 Nú virðist ekki mega kjósa um eitt né neitt - ekki einu sinni umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hvernig ætli standi á því? Og hvað er til dæmis undanskilið í orðum Vinstri-grænna þegar þeir tala um "öll stórmál"? Ef til vill að Icesave-málið sé ekki stórmál? 

Best væri auðvitað að stinga þessu Icesave-máli í skúffuna, og ef Bretar og Hollendingar þykjast eiga eitthvað inni hjá íslenskum skattgreiðendum þá geta þeir snúið sér til viðeigandi dómstóla. En að Íslendingar fari nú að eyða tíma sínum í eitthvað annað en hvernig á að auka við skuldir sínar um 1000 milljarða, án lagalegra ástæða eða réttmætra krafna.


mbl.is Icesave hentar ekki vel til þjóðaratkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband