Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 10. ágúst 2025
Endalok woke-hugmyndafræðinnar
Woke-hugmyndafræðin - sú sem snérist um að framleiða fórnarlömb, fordóma og fasista úr nánast öllu - dó um daginn og enginn var viðstaddur jarðarförina.
Þetta eru góðar fréttir.
Þær fréttir þurfa að vísu að berast aðeins víðar, svo sem til Háskóla Íslands og annarra verndaðra verbúða alltof gáfaðs fólks, en almennt séð er woke-veiran á undanhaldi. Og jú, auðvitað eru álitsstéttirnar (blaðamenn, stjórnendur innan hins opinbera og ýmsir þiggjendur skattfés í nafni mannúðar og velferðar) úr takt við raunveruleikann en það er ekkert nýtt.
Það er við hæfi að fagna þessum góða áfanga, jafnvel of snemma. Það er hér með gert. Þessi áfangi er jú mikilvægur. Hann þýðir að við hættum smátt og smátt að treysta skattkerfinu fyrir loftslaginu, félagsfræðingum fyrir líffræðinni og innflytjendum fyrir stjórn opinberra fjármála, svo eitthvað sé nefnt.
Við getum jafnvel keypt gallabuxur án þess að óttast nasista-stimpilinn, og er það ekki eitthvað?
Ég anda léttar fyrir hönd þeirra sem létu woke-veiruna hægja á sér, ég sjálfur meðtalinn.
Megi allir eignast góðar gallabuxur!
![]() |
Sólveig: Var allt í einu níðingur og vinur fasista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. ágúst 2025
Þetta reddast! Ekki?
Hann hitti kannski naglann fastar á höfuðið en hann hélt þegar skemmtikrafturinn Ari Eldjárn sagði á sínum tíma um Íslendinga:
Þetta er ekki mjög útbreidd staðreynd en við erum Ítalir norðursins. Frestun. Frestunarþjóðin. Slagorð þjóðarinnar er: Þetta reddast. Sem þýðir: Þetta verður allt í lagi. Og þetta er viðhorf okkar. Eigum við að eiga við þetta núna? Nei! Bíðum þar til það er orðið alltof seint og gerum það þá mjög illa, hratt! Þetta reddast!
Ég vil byrja á að taka fram að ég er nákvæmlega svona þegar kemur að mörgu. Ég keypti fjóra flugmiða á sex vikum í sumar því ég gat ekki ákveðið hver færi hvert og hvenær. En ég rek ekki heimilisbókhaldið svona, og nálgast ekki uppeldi barna minna svona. Sumt má alveg reddast, en sumt þarf skipulagningu og langtímahugsun.
En Ari Eldjárn er að lýsa mörgum vandamálum Íslendinga alltof vel. Innviðir vanræktir, orkuskortur, sveðjuberandi minnihlutahópar að fjölga sér eins og kanínur, skólar hættir að mennta og þjónustuhandbók vetrarþjónustu í Reykjavík hætt að gera ráð fyrir vetri, svo dæmi séu nefnd.
Þegar allt er komið í klessu er svo farið í átak. Aðeins fleiri löggur hér, aðeins fleiri skurðaðgerðir þar. Átaksverkefni sem fá tímabundna athygli, keyra yfir styttri tíma og slökkva nokkra elda án þess að taka á rótum vandamála.
Plástrar á svöðusár.
Er eitthvað ráð við þessu? Ég held ekki. Á Íslandi ótakmarkaðrar orku og ríkulegra auðlinda og drífandi fólks keyrir í sífellu kapphlaup: Tekst verðmætaskapandi fólki sem hugsar fram í tímann að framleiða meiri verðmæti en eyðsluglaðir stjórnmálamenn og þrýstihópar ná að eyða? Stundum, stundum ekki. Togarar moka gulli á land, stjórnmálamenn sturta því í holræsið. Stundum hægja stjórnmálamennirnir aðeins á sér og þá verður verður til auður, stundum spýta þeir í lófana í sóuninni og þá rýrnar auðurinn. Þetta reddast jú, ekki satt? Það þarf bara einn forsætisráðherra á nokkurra ára fresti til að bremsa eyðileggingu stjórnmálastéttarinnar og fleyta fleyinu áfram í nokkur ár þar til allt er komið í klessu aftur. Þetta reddast, ekki satt?
Ég kýs Ara Eldjárn, jafnvel ef hann hugsar með sér að allt reddist. Hann hefur þann kost að hafa greint vandamálið með svolítilli sjálfskoðun. Fæstir stjórnmálamenn hafa náð svo langt.
![]() |
Börn beita grófara ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 29. júlí 2025
ESB-aðlögunarviðræðurnar
Geta Íslendingar gengið hratt í Evrópusambandið?
Já, segja aðilar innan sambandsins. Ísland þarf bara að kyngja landbúnaðar- og fiskveiðistefnu þess, auk regluverksins alls auðvitað.
Þetta er hugsunin sem varð eftir hjá mér eftir að hafa lesið þessa ágætu greiningu á daðri Evrópusambandsins við Ísland - daðri sem núverandi ríkisstjórn er að taka vel í.
Það er ekki allt rétt í þessari greiningu. Ég efast til að mynda að Íslendingar óttist að Bandaríkjamenn geri tilkall til Íslands, og svo er furðulegt að klikka á íbúafjölda Íslands. En annað er gott og sérstaklega tilvitnanir í ónefnda embættismenn innan sambandsins sem segja að það standi ekki á sambandinu að gleypa Ísland en að Íslendingar þurfi þá að samþykkja franska og spænska togara innan landhelginnar og að niðurgreiddir erlendir ostar moki þeim íslensku af hillunum.
En ekkert mál segir sambandið. Íslendingar þurfa bara að vera til í þetta.
Mánudagur, 28. júlí 2025
Eru einsleitu fyrirsagnirnar allt í einu sannar núna?
Þetta er gömul aðferðafræði: Að samstilla alla stóra fjölmiðlana á mjög einhliða umfjöllun og afneita öðru sem ýmist heilaþvætti, samsæriskenningum eða helberum lygum, nú eða bara mannvonsku okkar samborgara.
Okkur var sagt að Írakar ættu gjöreyðingarvopn og að þess vegna þyrfti að kollvarpa yfirvöldum þar, með tilheyrandi óstöðugleika áratugina á eftir.
Okkur var sagt að í Sýrlandi væri vondur einræðisherra sem þyrfti að fara, með tilheyrandi þjóðarmorðum á kristnum minnihlutahópum í ríkinu alla tíð síðan.
Okkur er sagt frá því að friðelskandi lýðræðisparadísin Úkraína sé alveg saklaus af kúgun á rússneskum minnihluta ríkisins. Ekki að það réttlæti innrás í ríkið, en önnur saga.
Okkur var sagt að sprauturnar á veirutímum væru öruggar og áhrifaríkar, að loftslagið sé að breytast af mannavöldum, að flokkun einstaklinga í eldhúsinu sínu á rusli sé að bjarga umhverfinu og að plaströrin drepi skjaldbökur.
Og okkur er auðvitað sagt að Ísraelar séu að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum.
Allar fyrirsagnir sammála. Allir fréttatímar samstillir. Allir skoðanapistlar samhljóma.
Aftur og aftur er heimurinn málaður í svart-hvíta mynd þar sem þú tekur undir réttu skoðunina því annars ertu eitthvað.
Ekki áhyggjufullur heimsborgari, skattgreiðandi eða bara einhver sem hefur meiri áhyggjur af nærumhverfinu en átökum í fjarlægum heimshornum með áratugalangan aðdraganda.
Nei, þú ert eitthvað slæmt.
Stuðningsmaður morðóðra einræðisherra.
Afneitari vísindanna.
Fordómafullur.
Vond manneskja sem virðir ekki mannslíf.
Við ætlum auðvitað ekki að læra neitt af nýlegum viðburðum. Áfram skal umfjöllunin vera einhliða og þeir sem vilja hina hliðina þurfa að leggjast í eigin rannsóknir.
Þetta þekkja margir frá veirutímum og hafa lært að beita aðferðafræðinni á önnur mál. Því miður, því fréttatímar ættu að duga til.
Eitt er víst að einsleitu fyrirsagnirnar í dag eru engin vísbending um verustað sannleikans, ekki frekar en fyrri daginn. Það er gólað hærra en nokkru sinni fyrr en hávaði hefur aldrei dugað sem rökstuðningur. Það má vel vera að sá sem gólar hæst hafi rangt fyrir sér, og að þeir sem hvísla skoðanir sínar í lokuðum hópum hafi rétt fyrir sér. Rétt eins og á veirutímum. En kannski ekki. Og því bara vissara að láta ekki mata sig of mikið, of hratt, enn og aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. júlí 2025
Keyrt á vegg
Fyrir um áratug sigldu viðræður um aðlögun Íslands að regluverki ESB í strand og var síðan hætt. Núna er talað um að taka þær upp aftur. Regluverk ESB, sem Ísland þarf að aðlagast, hefur síður en svo orðið sveigjanlegra og síður en svo traustara.
Tímasóun, einhver? Nei, því með því að halda áfram að keyra í sömu hjólförunum er hægt að halda stórum torfum af opinberum starfsmönnum uppteknum svo árum skiptir. Þeir fá flugferðir á kostnað skattgreiðenda og flugpunkta til notkunar í eigin frítíma. Stöður innan stjórnkerfis ESB opnast fyrir útbrunnum íslenskum stjórnmálamönnum, jafnvel áður en aðlögun Íslands að regluverki ESB er að fullu lokið.
Þetta er hlaðborð fyrir þá sem fá aðgang að því.
Það skiptir því ekki máli að Íslendingar munu aldrei samþykkja að opna fiskimiðin fyrir spænskum togurum, jafnvel þótt það leysi úr læðingi einhverjar frekari niðurgreiðslur til landbúnaðar.
Það skiptir ekki máli að einhvers staðar undir yfirborðinu er sjálfstæðistaug Íslendinga sterk, jafnvel þótt hún hafi vissulega veikst mikið í fjarveru sterkra stjórnmálaleiðtoga.
Leyfum því börnunum að leika sér jafnvel þótt það kosti samfélagið hundruð milljóna á ári og sogi til sín heilu hjarðirnar af vinnandi fólki ofan í botnlausa hít.
Þá tekst jafnvel að komast nær fullri aðlögun Íslands að regluverki ESB áður en ESB brotnar upp í austur og vestur eða norður og vestur, eða bara í öreindir.
Eða hvað?
![]() |
Hægt að hefja viðræður þaðan sem frá var horfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. júlí 2025
Er nágrannagæsla góð hugmynd?
Víða stundar fólk nágrannagæslu. Það labbar þá um hverfi sitt eða svæði sem ungmenni hittast á og leitar að ummerkjum um þjófa og óspektarfólk og fylgist með húsnæði nágranna sem eru í fríi. Þetta hefur almennt verið talið ágætt vopn í baráttu gegn þjófnaði og jafnvel öðrum glæpum.
En núna er öldin önnur.
Núna er slík gæsla talin hættulegt merki um uppgang hægriöfgamanna sem beita ofbeldi og taka lögin í eigin hendur. Að vísu hefur ekkert ofbeldi verið framið og ekki einu sinni borgaralegar handtökur, en látum það kyrrt liggja.
Þá vitum við það.
En er þá til of mikils mælst að lögreglan sé sýnileg og til staðar úr því nágrannagæslan er orðin svo óvinsæl? Að hún stöðvi glæpi og áreiti og sverðæfingar um miðja nótt úti á götu, svo eitthvað sé nefnt.
Fordómar gegn íslenskum ríkisborgurum eru á mikilli uppleið á Íslandi og jafnvel í tísku. Það er því ekki skrýtið að íslenskir ríkisborgarar stígi upp og vilji verja íslenska ríkisborgara gegn afskiptaleysi lögreglu og yfirvalda. Ef menn vilja stöðva slíka vernd borgaranna þá þarf lögreglan að stíga inn og bjóða upp á vernd.
Einfalt, ef menn vilja.
En vilja ekki.
Því það vill enginn láta kalla sig rasista fyrir að handsama glæpamenn sem eru ekki íslenskir ríkisborgarar.
![]() |
Ofbeldisfull öfgahyggja er áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 21. júlí 2025
Skjöldurinn
Lögreglan hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Hún á að handsama glæpamenn og koma í grjótið. Hún á að stöðva ofbeldi, finna þjófa og verja fólk. Stundum er mikilvægasta hlutverk hennar samt að bara vera til staðar, sýnileg eða í nágrenninu, og þannig letja glæpamenn.
En hvað gerist þegar þessi skjöldur, sem lögreglan á að vera, er ekki til staðar? Þegar leigubílstjórar geta óáreittir fengið að káfa á ungum stúlkum? Lokkað ölvað fólk inn í bíl með þreföldu startgjaldi? Ógna öðrum?
Hvað ef menn geta labbað um með hnífa og sveðjur og stungið mann og annan og telja sig jafnvel geta komist upp með það um hábjartan dag með því að fela sig í Kringlunni?
Tvennt getur gerst.
Annars vegar að venjulegt fólk fari að forðast í auknum mæli að vera úti á fjölförnum stöðum, í ákveðnum hverfum og á ákveðnum tímum sólarhrings. Austurstræti að degi til er að rata á slíkan varúðarlista, sem og ákveðin úthverfi þar sem menn eiga fleiri sveðjur en víða annars staðar.
Hins vegar geta almennir borgarar gripið til sinna ráða. Nágrannagæsla er vel þekkt úrræði til að bæta upp fyrir getuleysi lögreglu en dugir kannski skammt á fjölförnum svæðum. Þar sem ég bý í Kaupmannahöfn er hópur sjálfboðaliða á ferðinni á nóttunni um helgar þar sem ungt fólk safnast saman og hefur sumt það að áhugamáli að valda óspektum og vera með læti án þess að lögreglan sýni því áhuga. Oft geta þeir sjálfboðaliðar lítið gert nema horfa á og hringja á lögregluna, ítrekað.
Núna virðast einhverjir Íslendingar ætla að bregðast við stórfelldum innflutningi á glæpamönnum inn í íslenskt samfélag í boði yfirvalda. Einn sjálfboðaliðinn fylgist með leigubílstjórum svindla á fólki og ógna öðrum. Hópur sjálfboðaliða gengur núna um miðbæ Reykjavíkur og hefur afskipti af gömlum köllum að káfa á litlum stelpum. Viðbúið er að fleiri sjálfboðaliðar stígi fram til að minnka líkur á sveðjuárásum og hnífstungum og því að eirðarlausir útlendingar elti unglinga heim til sín eftir að hafa elt þá inn í strætisvagna.
Það væri vissulega best ef lögreglan fengi svigrúm og heimildir til að stunda löggæslu en þegar svo er ekki þá er valkosturinn við sjálfboðaliðana einfaldlega að gefa eftir fyrir þeim með illan ásetning. Sjálfsagt vilja það einhverjir og telja sig vera rosalega gott fólk fyrir vikið en má óhætt hundsa með öllu.
Í stað þess að fagna þessu frumkvæði og hugrekki telja ýmsir að þessi afskipti af glæpamönnum og níðungum sé hið versta mál - jafnvel einhvers konar rasismi eða fasismi. Ekki veit ég hvað þjóðskipulag í anda Mussolini kemur því við að stöðva káf á ungum stelpum en hugtakaruglingur er algengari en svo að það taki því að leiðrétta hann.
Að þessu sögðu og að fenginni reynslu þarf ég svo því miður að nefna sérstaklega að auðvitað þurfi líka að hafa hemil á innfæddum glæpamönnum sem eru vissulega fleiri þótt þeir séu miklu færri miðað við höfðatölu ýmissa þjóðerna. Þeir eiga færri sveðjur en geta verið hættulegir líka. En kannski lögreglan viti betur hverjir það eru þótt hún hafi tapað áttum með innfluttu glæpamennina.
Fimmtudagur, 17. júlí 2025
Tásumein og Parkinsons
Það er gott að heimurinn sýni heilsu Bandaríkjaforseta áhuga og athygli, jafnvel þótt það sé bara smávegis bláæðavandamál í fótleggjum. Þetta er valdamesta embætti heimsins og mikilvægt að í því embætti sé einstaklingur sem tekur ákvarðanir án áhrifa eiturlyfja, heilabilunar og áfengis, og sæmilega heill heilsu. Vitaskuld er hægt að færa rök fyrir því að Donald Trump sé uppstökkur og fljótfær, og aðeins of mikill verktaki á byggingalóð til að stjórna ríki, en það gæti verið verra.
En þessi áhugi fjölmiðla er mjög sveiflukenndur. Fyrir nokkru síðan var það opinberað að fráfarandi Bandaríkjaforseti hafi verið heimsóttur af sérfræðingi í Parkisons-sjúkdómnum svo misserum skiptir á meðan hann var í embætti. Um leið hafa verið færð rök fyrir því að flestar tilskipanir sama forseta hafi verið undirritaðar af einhverjum allt öðrum einstaklingum. Fréttnæmt? Nei.
Blaðamenn vinna vinnuna sína þegar þeir hata stjórnmálamanninn. Þeir taka sér langt frí þegar þeir elska stjórnmálamanninn. Þetta er ekki blaðamennska heldur vinna blaðamannafulltrúans. Þeir sem neyta frétta eiga betra skilið.
![]() |
Trump greindur með langvinna bláæðabilun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. júlí 2025
Túristagosið lokað túristum
Enn eitt túristagosið er hafið á Íslandi. Það er auðvitað eitthvað að þróast og breytast en fjarri mannvirkjum og á þægilegum stað, og léttur 2 km göngutúr frá nálægu bílastæði til að koma að því og skoða.
Vitaskuld hafa Almannavarnir því ákveðið að loka Grindavík og banna fólki að ganga að gosinu.
Orðspor Almannavarna er sundurtætt. Þar keyra menn á ofurvarfærni alltof lengi. Fínt að byrja þannig en síðan þurfa menn að slaka á klónni þegar upplýsingar eru á borðinu og hið augljósa blasir við.
Það er löngu kominn tími til að spyrna við fótum og hér er borgaraleg óhlýðni mögulega nauðsynleg. Tvær þýskar stelpur geta hér veitt innfæddum Íslendingum innblástur. Menn opni gistiheimilin og taki vel á móti ferðamönnum. Almannavarnir tönglast á því að menn dvelji í Grindavík á eigin ábyrgð og hljóta því að vera valdlausar þegar fólk ráðstafar eigum sínum og líkömum samkvæmt heilbrigðri skynsemi frekar en ofurvarfærni.
Við sem hundsuðum Almannavarnir á tímum veiru vitum þetta auðvitað alveg. Fleiri þurfa að læra af góðri reynslu okkar.
Þriðjudagur, 15. júlí 2025
Þótt það sé ólöglegt, þá munum við gera það
Það er oft hægt að furða sig á undirlægjuhætti íslensks almennings þegar yfirvöld valta yfir hann með notkun reglugerða, deiliskipulags og leyfisveitinga (eða skorts þar á), meðal annarra aðgerða og aðferða. Menn mega ekki byggja pall án berjarunna en sveitarfélagið getur tekið sólina frá stofuglugganum hjá fólki. Það er ekki hægt að baka brauð eða steikja kjúkling fyrr en margir mánuðir af leyfisveitingum eru að baki en hið opinbera má loka aðgengi að verslunum og veitingastöðum afleiðingalaust.
Það var því hressandi tilbreyting að heyra í stoltum Íslendingi segja að stundum þurfi að gera eitthvað ólöglegt til að bægja ofríkinu frá.
Þótt það sé ólöglegt, þá munum við gera það."
Maður ársins þótt árið sé bara hálfnað.
Borgaraleg óhlýðni er vitaskuld ekki áhættulaus. Hið opinbera getur stungið fólki í steininn eða svipt það aleigunni ef það kærir sig um - lagatextar eru mjög loðnir og heimila dómurum ríkisins að túlka þá í takt við tíðarandann.
Borgaraleg óhlýðni getur samt tekið á sig ýmsar myndir sem hafa takmarkaðri áhættu. Á veirutímum var lítið mál að svindla á sóttkví og grímuskyldu og hunsa fjarlægðartakmarkanir. Bara þeir allra óheppnustu lentu í því að verða sviptir lífsviðurværinu fyrir að forðast sprauturnar.
Það virðist vera óskrifað lögmál í íslenskri umferð að keyra 10 km/klst yfir tilgreindum hámarkshraða og lenda þannig á passlegum hraða. Menn hægja svo á sér þegar lögreglan er að sekta til að safna fjármunum í ríkissjóð, af virðingarskyni.
En kannski þarf meira til, sérstaklega á tímum gengdarlauss jarðýtugangs yfirvalda - bæði ríkis og sveitarfélaga - á friðsömu fólki og fyrirtækjum þess.
Slagorð stolts Íslendings verðskulda endurtekningu:
Þótt það sé ólöglegt, þá munum við gera það."
Það gæti bjargað lífi þínu.