Semja eða smjaðra?

Breskir og hollenskir embættismenn komu fram af fullum fjandskap við samningamenn Íslands þegar reynt var að leita samninga um Icesave-reikningana skömmu eftir bankahrunið 2008. Þetta segir bandaríski lögmaðurinn Lee C. Buchheit að hafi komið sér óþægilega á óvart. Hann hefur oftsinnis komið að milliríkjadeilum af því tagi, en aldrei orðið vitni að öðru eins.

Engu að síður var í þrígang reynt að fá íslenskan almenning til að hlaupa undir skuldbindingar einhverra annarra í stað þess að fá raunverulegan úrskurð, byggðan á gildandi lögum og reglum.

Sem betur fer tókst að koma frá ríkisstjórninni sem vildi smjaðra fyrir þeim sem sýndu Íslandi fjandskap og fá í staðinn ríkisstjórn sem stóð á sínu og varði íslenska hagsmuni gegn erlendu ofríki.

Það er mikil þörf á að endurtaka þá sögu í dag. Í dag smjaðrar ríkisstjórnin fyrir þeim sem vilja færa fullveldi Íslands til Brussel og senda spænsk og frönsk fiskveiðiskip inn í íslenska landhelgi. Í staðinn þarf að koma ríkisstjórn sem ver íslenska hagsmuni og íslenskan almenning og vill frekar semja en smjaðra jafnvel þótt það sé erfiðara.


mbl.is Kom óvildin gegn Íslandi í opna skjöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær slæmar hugmyndir í einni framkvæmd

Gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar verður ekki breytt til fyrra horfs þótt búið sé að taka í notkun göngubrú yfir Sæbraut. Fyrir lá að breytingar á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls myndu valda auknum umferðartöfum þegar Reykjavíkurborg ákvað að ráðast í framkvæmdirnar. Íbúar í Smárahverfi hafa áhyggjur af þrengingum á gatnamótum og fækkun akreina á Fífuhvammsvegi og víðar við Smáralind. 

Það virðist eins og borgar- og bæjarfulltrúar víða hafi fengið tvær slæmar hugmyndir á sama tíma:

  • Að þrengingar á gatnamótum og fækkun akreina auki umferðaröryggi og öryggi gangandi vegfarenda frekar en að færa bara umferð frá stofnæðum og inn í íbúahverfi með öllum sínum skólum og leikskólum
  • Að takmörkuðu fé eyrnamerkt innviðaframkvæmdum eigi að eyða í að fjarlægja innviði frekar en bæta við þá

Þegar þessar tvær hugmyndir koma saman þá fær fólk að finna fyrir því. Fyrst þarf að þrengja og takmarka á meðan á framkvæmdum stendur og eftir framkvæmdir þarf að eiga við umferðarteppur og tafir, að eilífu, eða þar til stór hluti umferðarinnar hefur fundið sér nýja farvegi.

Ekkert af þessu kemur mér á óvart og auðvitað er til margt verra en umferðarteppur og manngerðar tafir. Frekar en að dvelja á því einu og sér er betra að líta á heildarmyndina og komast að þeirri rökréttu niðurstöðu að ef sveitarfélög geta ekki einu sinni eytt framkvæmdafé í framkvæmdir (eitthvað nýtt byggt sem bætir við það sem fyrir var) að þá sé þeim varla treystandi fyrir öðrum og mikilvægari hlutum, svo sem menntun barna eða úthlutun lóða. 

Því það er víðar að sveitastjórnarfulltrúar taka margar slæmar hugmyndir og sameina í eina. 

Svo sem að telja kristna trú vera innrætingu og þar með skólaheimsóknir barna sem kosta lítið sem ekkert og eru ákveðin upplifun sem minnir á rætur okkar og sögu og gildi og trú og borga þess í stað rándýrum verktökum til að þusa yfir þeim um kyn og kynjavitund og hvað veit ég. Svo dæmi sé tekið.

Ég hef alla tíð talið það vera gott yfirvald sem gerir sem minnst en geri það vel. Yfirvald sem hefur á sinni könnu fá og vel skilgreind verkefni sem eru vel fjármögnuð, unnin af fagfólki og undir miklu og heilbrigðu aðhaldi, og þá gjarnan aðhaldi kjósenda frekar en möppudýra.

Með öðrum orðum: Andstæðan við rekstur Reykjavíkurborgar, þökk sé kjósendum hennar.


mbl.is Gatnamótunum verður ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupið í blindni fram af bjargbrún

Eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þá var maður að nafni Charlie Kirk myrtur um daginn. Milljónir horfðu á streymi frá bæði útför hans og minningarathöfn og tugþúsundir lögðu leið sína á minningarviðburði vegna hans. Tugþúsundir hafa streymt inn í samtökin sem hann stofnaði og rak og viðburðum á vegum samtakanna fer hratt fjölgandi. 

Charlie Kirk var áhrifamikill og mikill fjöldi fylgdist með honum og hreyfingu hans sem sannarlega er fjöldahreyfing sem hafði vaxið hratt á seinustu árum. Sjálfur hafði ég fylgst með honum í nokkur misseri og fundist hann leggja mjög þung lóð á vogaskálar samfélagsumræðunnar. Ekki sammála honum í öllu en bar virðingu fyrir rökfestu hans og ástríðu.

En þrátt fyrir að stjarna Charlie Kirk hafi verið að rísa hratt og honum jafnvel þakkað fyrir mikið af atkvæðunum sem Donald Trump fékk frá ungu fólki, og Kirk jafnvel á sviði með Trump í kosningabaráttunni, þá lét einn af helstu stjórnmálaskýrendum Íslendinga eftirfarandi orð falla, opinberlega, og er ég viss um að margir aðrir spekingar gætu sagt það sama:

„Ég vissi ekki af Kirk, fyrr en hann var myrtur ...“

Gott og vel, það er ekki hægt að fylgjast með öllum hreyfingum í öllum ríkjum og vita af öllum rísandi stjörnum en áttum okkur á einu: Við erum apakettir og innleiðum oft og iðulega og gagnrýnislaust bandaríska hugmyndafræði í fjölda mála.

Við lýsum yfir stríði við þá sem bandarísk yfirvöld lýsa stríði yfir.

Við setjum börnin okkar á þau lyf sem bandarísk yfirvöld mæla með.

Við aukum fjölda kynja í takt við hugmyndafræði bandarískra prófessora.

Við tökum upp óþol á ungum hvítum karlmönnum samkvæmt bandarískum uppskriftum.

Við létum lokka okkur til að galopna landamærin af því það þótti fínt í Bandaríkjunum. Ekki viltu láta kalla þig rasista, er það?

Allt þetta, og meira til.

Er þá ekki vissara að fylgjast aðeins með því sem er að gerast í Bandaríkjunum úr því við munum hvort eð er og að lokum herma eftir tískubylgjunum þar í landi?

Breytingar á viðhorfum í samfélaginu eiga sér ekki stað á einni nóttu. Þær taka langan tíma frá því fyrstu bandarísku prófessorarnir setja fram einhverja fáránlega kenningu og þar til hún er orðin að hinni einu réttu skoðun. Hið sama má segja um þá viðspyrnu gegn fáránlegu kenningunum sem nú á sér stað, svo sem í Bandaríkjunum en líka víðar. Þegar sú viðspyrna nær til Íslands munu þeir sem fylgjast ekkert með verða alveg steinhissa. Ungt fólk byrjað að mæta í kirkju? Játa kristna trú opinberlega? Telja fóstureyðingar eiga að vera seinasta neyðarúrræðið frekar en kæruleysislega getnaðarvörn? Finnast óþarfi að missa sig af ótta yfir loftslagsbreytingum? Finnast það blasa við að kynin eru bara tvö? 

Þegar viðspyrnan kemur, og hún er á leiðinni, þá verður ekki hægt að treysta prófessorum til að útskýra uppruna hennar og uppgang.

Því þeir vita hreinlega ekki af undiröldunni. Ekki þegar hún er að styrkja þvæluna, og ekki þegar hún er orðin að viðspyrnu gegn þvælunni.

Ekki frekar en þeir vissu hvernig átti að eiga við kvefpest og hvernig á að eiga við þessa leiðigjörnu þrjósku almennings að vilja halda í bifreiðina sína, og plastpokana, þótt veðrið sé að breytast.

Það eru aðrir sem forða okkur frá því að hlaupa fram af bjargbrún, blindandi.


Hverju reiðast goðin nú?

Þrumur og eldingar.

Stjörnuhrap.

Hamfarir.

Sjúkdómar.

Hverju reiðast goðin núna? Hvaða goð er núna á ferðinni í fýlukasti í vagni sínum eða skóm með vængjum?

Því hvaða önnur ástæða gæti legið að baki flóðinu, farsóttinni eða uppskerubrestinum önnur en reið goð?

Loftslagsbreytingar af mannavöldum kannski? 

Það er núna búið að eyða áratugum í að segja okkur að hamfarir vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum séu handan við hornið. Ekki hefur mikið ræst af slíku, nema kannski því sem mátti búast við með grunnskólalíffræðina að vopni: Jörðin hefur grænkað og eyðimerkur minnkað vegna hækkandi styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu, enda er hann plöntufóður.

Sumir vísindamenn hafa auðvitað áttað sig á þessu og áhrifunum á trúverðugleika sinn ogWhat-Powered-the-World-in-2024__website_Aug14 reyna núna að klóra aðeins í bakkann, svo sem einn íslensku spekinganna:

Í viðtalinu ítrekar Einar [Sveinbjörnsson veðurfræðingur] á sama tíma að ekki megi tengja allar breytingar sem við verðum vitni að í náttúrunni við loftslagsbreytingar. Beita þurfi efahyggju í þeim efnum og rýna nákvæmlega í orsakir og afleiðingar.

Mikið væri það nú hressandi nýbreytni, en sjáum hvað setur.

En væri ekki ráð að hætta olíuvinnslu? 

Á sama tíma og mannkynið má engan tíma missa við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda er ósennilegt að hægt sé að sannfæra þjóðir á borð við Sádí-Arabíu og Noreg að hætta olíuvinnslu.

Það er enginn að fara hætta olíuvinnslu nema mögulega einhver Evrópuríki með sjálfseyðingarhvöt. Þvert á móti er listinn yfir olíuríki að lengjast ár frá ári, sérstaklega í Suður-Ameríku og Afríku þar sem verið er að opna risastórar olíulindir

Og það er gott á meðan hundruð milljóna manna á Jörðinni eru ekki einu sinni með aðgang að rafmagni til að knýja ísskáp, hvað þá meira. Orkuskiptin þar þurfa að vera þau að fara frá engri orku í einhverja.

Auðvitað eru ákveðin orkuskipti alltaf í gangi og þau hafa margar ástæður, meðal annars til að bæta loftgæði en líka spara gjaldeyri og draga úr hættu á að orka sé notuð sem vopn í alþjóðastjórnmálum. Sum ríki leggja áherslu á kjarnorku og jarðgas (Pólland) á meðan önnur treysta á innflutning (Þýskaland) og enn önnur vilja beisla vindinn umfram allt og nota rafmagnið til að framleiða eldsneyti (Danmörk). Staðbundnar ástæður, stjórnmál og orkuöryggi eru allt breytur í þessu. Sem og loftslagsáhyggjur auðvitað en slíkar áhyggjur eru mjög svæðisbundnar í besta falli og má deila um það hvað þær skila okkur í raun - loftslagið er ekki að fara breytast öðruvísi þótt yfirvöld skattleggi bíla svo mikið að venjulegt launafólk hefur ekki efni á þeim lengur. 

Það er gott að veðurfræðingar vari við því að kenna loftslagsbreytingum af mannavöldum um allt. Næsta skref er að átta sig á því að loftslagið hefur aldrei verið stöðugt. Það þriðja er svo að spyrja sig: Ef goðin eru svona uppstökk og skapstirð, er þá kannski ekki betra að hafa stöðuga og hagkvæma orku til að verja okkur gegn reiðiköstunum?


mbl.is Erfitt að segja Sádum og Norðmönnum að hætta að dæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullgæsunum slátrað

Íslendingar hafa verið duglegir að slátra gullgæsunum sínum á seinustu árum. Eitthvað svipað má raunar  segja um ýmsar aðrar Evrópuþjóðir. Skattar, flókin leyfi, skortur á stöðugri orku og mikið regluverk hefur flæmt í burtu viðskipti. Aðrir heimshlutar taka auðvitað við og áfram eru því framleiddir bílar og áfram sigla skemmtiferðaskipin. Þeir sem slátruðu gullgæsunum sínum telja sig hafa bjargað heiminum með grænu sköttunum og regluverkinu en í raun gerðist ekkert nema að verksmiðja í Þýskalandi lokaði og verksmiðja í Kína opnaði. 

Auðvitað er öllum velkomið að slátra gullgæsunum sínum. Það er hægt að tvöfalda skatta og bæta við gjöldum og segja að markmiðið sé tekjuöflun í ríkissjóð á meðan raunverulegur ásetningur er bara sá að reyna heilla kjarnahóp kjósenda sinna. Þannig getur ríkisstjórn sem sækir styrk sinn til höfuðborgarsvæðisins tekið því rólega þótt einn og einn bær missi stærsta vinnustað sinn. 

Þar með er ekki sagt að það sé góð hugmynd svona heilt á litið. En stjórnmál snúast sjaldnast um heildarmyndina, enda eru stjórnmálamenn oftar en ekki með litla reynslu af raunverulegum rekstri og margir hverjir dvalið innan veggja opinberra stofnana allan sinn starfsferil.

Enda eru stjórnmál ekki fyrir þá sem vilja skapa verðmæti, heldur þá sem vilja éta þau. Gullgæs með brúnni sósu og kartöflum í hádegismat, takk!


mbl.is Bókunum farþegaskipa snarfækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er almenningur orðinn að öfgahægrimönnum?

Þegar þetta er skrifað standa yfir stór fjöldamótmæli í miðborg London. Hundruð þúsunda einstaklinga (sumir segja yfir milljón manns) sem á friðsaman hátt vilja mótmæla innflytjendastefnu yfirvalda og veifa þar breska og enska fánanum, og 1600 lögreglumenn fylgjast með. 

uk

Vitaskuld kalla holræsafjölmiðlarnir (main stream media) þetta mótmæli öfgahægrimanna, eða mótmæli skipulögð af öfgahægrimönnum, eða eitthvað slíkt, þ.e. ef þeir minnast yfirleitt á viðburðinn. Tilgangurinn er sá að fæla fólk frá því að láta í ljós skoðun sína af ótta við uppnefnin. En þegar almenningur fjölmennir engu að síður á göturnar fer þá ekki að koma að því að fjölmiðlarnir kalli hreinlega alla öfgahægrimenn? Alla auðvitað nema þá sem búa í vernduðu úthverfunum sínum og taka ekki eftir vandamálum fjöldainnflutningsins á ungum karlmönnum.

Já, er ekki bara einfaldast að kalla almenning öfgahægrimenn? 

Því það er eitthvað mikið að gerast í Evrópu. Í Frakklandi eru þeir flokkar kallaðir öfgahægriflokkar sem benda á Danmörku sem fordæmi í innflytjendamálum. Fyrir 20 árum var það kallað öfgahægristefna sem er núna orðin að stefnu nánast allra flokka í Danmörku. Á Íslandi er það kallað að vera öfgahægri að vilja líta til hinna Norðurlandanna og forðast mistökin þar sem sum norrænu ríkjanna eru að reyna snúa við. 

Fjölmiðlar ættu því bara að spara sér ómakið við að reyna komast að því hverjir eru öfgahægrimenn og hverjir ekki því almenningur er smátt og smátt allur að verða það og aðlaga kosningahegðun sína að því og flokkarnir að aðlaga stefnur sínar í kjölfarið (eða hverfa). 


Þegar fólk er kallað nasistar þá bregðast þeir heilaþvegnu við

Þegar þú heyrir einhvern sífellt og ítrekað vera kallaðan nasista þá tekur þú væntanlega lítið mark á slíku. Ég meina, er þetta ekki bara ofnotað viðurnefni sem er kastað kæruleysislega á alla sem tjá skoðanir aðrar en þeir sem vinstrisinnaðir stjórnmála- og blaðamenn hafa?

Jú, vissulega er það svo, en sumir trúa. Sumir telja að þeir sem eru sér ósammála hljóti að vera einhvers konar fylgjendur þjóðernissósíalisma (nasismi til styttingar).

Það þarf lítið til að vera kallaður nasisti. Kannski bara að vera ósammála því að fylla samfélag sitt af nauðgurum með sveðjur, eða heilaþvo börn í grunnskólum. Jafnvel bara vilja draga úr miðstýringu hins opinbera. 

Í gær var Bandaríkjamaðurinn Charlie Kirk myrtur með byssuskoti (myndband - ekki fyrir viðkvæma) þar sem hann var að ræða við háskólanema um hvað það sem þeir vildu ræða við hann um. Tveir hljóðnemar, skoðanaskipti og samtal, og fjöldi áhorfenda. Nokkuð sem Charlie Kirk var þekktur fyrir að gera og gerði mjög mikið af, og alltaf til í að setjast með fólki sem hann var ósammála.

Margir málefnalegir andstæðingar hans hafa vottað samúð sína og fordæmt atvikið en slík yfirvegun er ekki algild. Ýmsir síðhærðir karlmenn með derhúfur og ýmsar vanstilltar konur með hring í nefinu hafa fagnað þessu morði ákaft og einlæglega. Evrópskir blaðamenn kenna auðvitað Trump um allt. En eftir stendur að maður sem hafði það starf að bjóða fólki að ræða við sig og rökræða var skotinn til bana. 

En af hverju að myrða hann?

Jú, því hann er nasisti, ekki satt?

Og nasista þarf að drepa, ekki satt? Alveg eins og í seinni heimstyrjöldinni, ekki satt?

Því trúa margir því þeir trúa því sem þeim er sagt.

Það er því ekki bara hægt að tala um krúttlega einföldun á veruleikanum að henda nasista-stimplinum í allar áttir. 

Af því það eru til einfeldningar sem trúa því að um bókstaflega nasista sé að ræða.

Sem er kannski markmiðið: Að ná einfeldningum á sitt band og senda þá eina af stað til að fórna lífi sínu til að forða öðrum frá óþægilegum rökræðum og skoðanaskiptum og jafnvel leiðinlegum kosningum þar sem sauðsvartur almúginn fær að segja sína skoðun í kjörklefanum.

Í gær var Charlie Kirk myrtur, en líka stór hluti af því sem var einu sinni vestræn menning skoðanaskipta án ofbeldis og yfirgangs. Þar sem tveir einstaklingar gátu skotið með orðum en ekki byssukúlum.

Þessu verður svarað. Ekki með ofbeldi heldur ennþá fleiri orðum. 

Arfleifð Charlie Kirk er gulltryggð og höggin í stein. Hér með.


Ísland á að lýsa landið kolefnishlutlaust í ár, 2025 og í framhaldi um ókomin ár

Fyrirsögnin hér er gripin úr þessum skrifum sem ættu að gefa tilefni til að hafna allri ofurskattheimtunni sem íslenskur almenningur er látinn moka í til að breyta veðrinu.

Ég býst ekki við að stjórnmálamenn í leit að völdum og fjármagni bregðist við, en kannski almenningur geri það, og aðrir stjórnmálamenn.

Sé fyrirsögnin uppspuni þá má vonandi sjá fram á spennandi skoðanaskipti milli ríkissérfræðinganna og sérfræðinganna, og gott að halda úti greinarmun þar á.

Rafmagnsbílar eru vissulega frábær og skemmtileg tæki, en þeir eru ekki á færi allra og breyta ekki veðrinu. 

Að taka venjulega bíla af venjulegu launafólki hefur hins vegar raunverulegar og neikvæðar afleiðingar fyrir venjulegt fólk.

Hið sama má svo segja um svo margt annað.

Ef einhverjum er sama.


Sá sem öskrar hæst

„En öllu frelsi fylg­ir ábyrgð og það er eðli­legt að við spyrj­um okk­ur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sín­ar í formi mót­mæla geng­ur á tján­ing­ar­frelsi ann­ars,“ skrif­ar rektor Háskóla Íslands.

Með öðrum orðum: Ef einhver vill tjá sig en einhver hrópar hærra þá fær sá sem hrópar hærra sínum vilja framkvæmt og þaggar niður í þeim sem talar lægra.

Rektor vill meina að fyrirlestur, sem er haldinn í sal og fyrir framan fólk sem lagði leið sína á staðinn og vill hlusta, megi víkja ef einhver sem vill ekki hlusta á hann mætir samt og byrjar að góla og garga.

Ekki mótmæla með mótrökum í skipulögðum rökræðum eða með öðrum fyrirlestri eða blaðagrein. Nei, mótmæla með því að mæta líkamlega á staðinn og eyðileggja viðburðinn.

Málfrelsið er annaðhvort til staðar eða ekki. Ef hópur nýnasista ákveður að hittast í borðstofu eins þeirra og ræða kosti og galla ýmissa kynþátta þá er slíkt varið í umhverfi málfrelsis. Sömuleiðis ef grænmetisætur vilja kalla kjötætur morðingja. 

Ef málfrelsið er bara til þess fallið að verja vinsælar og óumdeildar skoðanir þá er það með öllu verðlaust. Þá er alveg eins hægt að tala um málfrelsi í Norður-Kóreu, Úkraínu og Rússlandi, eða Íran og Kína. 

Í Bretlandi er málfrelsið farið nema fyrir þá sem hafa góðan aðgang að fjölmiðlum, svo dæmi sé tekið. Núna virðist það hafa yfirgefið Háskóla Íslands. 

Málfrelsi til að hrópa aðra niður eða þagga niður í þeim er verðlaust. Aldalöng barátta forvera okkar að engu orðin. Stjórnarskrá orðin að ígildi klósettpappírs: Fallegt munstur en atað í saur.

Kannski bara gott að vita svo enginn blekki sjálfan sig.


mbl.is Rektor skrifar um atvikið 6. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig skal sjóða ís­lenskan frosk

Ég skrifaði lítinn pistil hérna um daginn um hatur hins opinbera á lífsstíl venjulegs fólks. Einhverjum á ritstjórn Morgunblaðsins fannst hann nógu sniðugur til að minnast á í Staksteinum blaðsins og þar náði hann athygli þáttastjórnenda í Bítinu á Bylgjunni þar sem ég var í örstuttu spjalli á þriðjudaginn. Hafa viðbrögðin við öllu þessu verið mjög góð og eins ég hafi rambað á eitthvað kýli sem þjakar marga og mörgum dauðlangar að stinga á en vita ekki hvernig.

En greiningin er í raun ekki mín heldur einni sem var beitt á tímum heimsfaraldurs og ber sama heiti og þessi pistill.

froskur

Smátt og smátt höfum við gefið eftir stjórn á fleiri og fleiri þáttum í okkar lífi. Til að sjóða frosk lifandi þarf að hita vatnið hægt. ...

Stór hluti samfélagsins hefur látið þetta yfir sig ganga, gegn betri vitund. Fólk hefur sætt sig við að láta undan hræðslu annarra vegna þess að þetta átti allt að vera tímabundið. En markmiðinu er stöðugt breytt. ...

Þessi greining á veirutímum á við um svo óteljandi margt annað líka og augljós dæmi eru sorphirðan og grænu skattarnir. Það mætti færa rök fyrir því að íslenski froskurinn sé núna hlynntur því að fjármagna vopnuð átök, fækka Gyðingum, gelda samkynhneigð ungmenni og borða skordýr í staðinn fyrir spendýrakjöt.

Fyrst er fræinu sáð. Einhver furðuleg hugmynd  er sett fram sem þykir svo seinna vera alveg frábær. Þeir sem skipta ekki um skoðun nógu hratt (frá því að finnast hugmyndin fáránlega til að finnast hún frábær) eru taldir fordómafullir eða ólæsir á nýjustu vísindin. 

Oftar en ekki kemur svo í ljós að þeir sem spyrntu við fótum höfðu hárrétt fyrir sér frá upphafi og hafa enn. 

Samsæriskenningasmiðir? Nei, fólk sem er 6-12 mánuðum á undan öðrum að sjá að hitastigið í pottinum fer hækkandi og vissara að hoppa úr honum strax. Stundum 10-20 árum á undan öðrum, svo sem í málefnum hælisleitenda. 

Það er kannski ekki hægt að sleppa við að soðna lifandi enda ákveðin takmörk fyrir því hvað borgaraleg óhlýðni nær langt. En það er skárra að vera meðvitaður um það en hitt.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband