Bloggfærslur mánaðarins, september 2025

Þegar fólk er kallað nasistar þá bregðast þeir heilaþvegnu við

Þegar þú heyrir einhvern sífellt og ítrekað vera kallaðan nasista þá tekur þú væntanlega lítið mark á slíku. Ég meina, er þetta ekki bara ofnotað viðurnefni sem er kastað kæruleysislega á alla sem tjá skoðanir aðrar en þeir sem vinstrisinnaðir stjórnmála- og blaðamenn hafa?

Jú, vissulega er það svo, en sumir trúa. Sumir telja að þeir sem eru sér ósammála hljóti að vera einhvers konar fylgjendur þjóðernissósíalisma (nasismi til styttingar).

Það þarf lítið til að vera kallaður nasisti. Kannski bara að vera ósammála því að fylla samfélag sitt af nauðgurum með sveðjur, eða heilaþvo börn í grunnskólum. Jafnvel bara vilja draga úr miðstýringu hins opinbera. 

Í gær var Bandaríkjamaðurinn Charlie Kirk myrtur með byssuskoti (myndband - ekki fyrir viðkvæma) þar sem hann var að ræða við háskólanema um hvað það sem þeir vildu ræða við hann um. Tveir hljóðnemar, skoðanaskipti og samtal, og fjöldi áhorfenda. Nokkuð sem Charlie Kirk var þekktur fyrir að gera og gerði mjög mikið af, og alltaf til í að setjast með fólki sem hann var ósammála.

Margir málefnalegir andstæðingar hans hafa vottað samúð sína og fordæmt atvikið en slík yfirvegun er ekki algild. Ýmsir síðhærðir karlmenn með derhúfur og ýmsar vanstilltar konur með hring í nefinu hafa fagnað þessu morði ákaft og einlæglega. Evrópskir blaðamenn kenna auðvitað Trump um allt. En eftir stendur að maður sem hafði það starf að bjóða fólki að ræða við sig og rökræða var skotinn til bana. 

En af hverju að myrða hann?

Jú, því hann er nasisti, ekki satt?

Og nasista þarf að drepa, ekki satt? Alveg eins og í seinni heimstyrjöldinni, ekki satt?

Því trúa margir því þeir trúa því sem þeim er sagt.

Það er því ekki bara hægt að tala um krúttlega einföldun á veruleikanum að henda nasista-stimplinum í allar áttir. 

Af því það eru til einfeldningar sem trúa því að um bókstaflega nasista sé að ræða.

Sem er kannski markmiðið: Að ná einfeldningum á sitt band og senda þá eina af stað til að fórna lífi sínu til að forða öðrum frá óþægilegum rökræðum og skoðanaskiptum og jafnvel leiðinlegum kosningum þar sem sauðsvartur almúginn fær að segja sína skoðun í kjörklefanum.

Í gær var Charlie Kirk myrtur, en líka stór hluti af því sem var einu sinni vestræn menning skoðanaskipta án ofbeldis og yfirgangs. Þar sem tveir einstaklingar gátu skotið með orðum en ekki byssukúlum.

Þessu verður svarað. Ekki með ofbeldi heldur ennþá fleiri orðum. 

Arfleifð Charlie Kirk er gulltryggð og höggin í stein. Hér með.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband