Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2025
Fimmtudagur, 28. ágúst 2025
Sá sem öskrar hæst
En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars, skrifar rektor Háskóla Íslands.
Með öðrum orðum: Ef einhver vill tjá sig en einhver hrópar hærra þá fær sá sem hrópar hærra sínum vilja framkvæmt og þaggar niður í þeim sem talar lægra.
Rektor vill meina að fyrirlestur, sem er haldinn í sal og fyrir framan fólk sem lagði leið sína á staðinn og vill hlusta, megi víkja ef einhver sem vill ekki hlusta á hann mætir samt og byrjar að góla og garga.
Ekki mótmæla með mótrökum í skipulögðum rökræðum eða með öðrum fyrirlestri eða blaðagrein. Nei, mótmæla með því að mæta líkamlega á staðinn og eyðileggja viðburðinn.
Málfrelsið er annaðhvort til staðar eða ekki. Ef hópur nýnasista ákveður að hittast í borðstofu eins þeirra og ræða kosti og galla ýmissa kynþátta þá er slíkt varið í umhverfi málfrelsis. Sömuleiðis ef grænmetisætur vilja kalla kjötætur morðingja.
Ef málfrelsið er bara til þess fallið að verja vinsælar og óumdeildar skoðanir þá er það með öllu verðlaust. Þá er alveg eins hægt að tala um málfrelsi í Norður-Kóreu, Úkraínu og Rússlandi, eða Íran og Kína.
Í Bretlandi er málfrelsið farið nema fyrir þá sem hafa góðan aðgang að fjölmiðlum, svo dæmi sé tekið. Núna virðist það hafa yfirgefið Háskóla Íslands.
Málfrelsi til að hrópa aðra niður eða þagga niður í þeim er verðlaust. Aldalöng barátta forvera okkar að engu orðin. Stjórnarskrá orðin að ígildi klósettpappírs: Fallegt munstur en atað í saur.
Kannski bara gott að vita svo enginn blekki sjálfan sig.
![]() |
Rektor skrifar um atvikið 6. ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 24. ágúst 2025
Hvernig skal sjóða íslenskan frosk
Ég skrifaði lítinn pistil hérna um daginn um hatur hins opinbera á lífsstíl venjulegs fólks. Einhverjum á ritstjórn Morgunblaðsins fannst hann nógu sniðugur til að minnast á í Staksteinum blaðsins og þar náði hann athygli þáttastjórnenda í Bítinu á Bylgjunni þar sem ég var í örstuttu spjalli á þriðjudaginn. Hafa viðbrögðin við öllu þessu verið mjög góð og eins ég hafi rambað á eitthvað kýli sem þjakar marga og mörgum dauðlangar að stinga á en vita ekki hvernig.
En greiningin er í raun ekki mín heldur einni sem var beitt á tímum heimsfaraldurs og ber sama heiti og þessi pistill.
Smátt og smátt höfum við gefið eftir stjórn á fleiri og fleiri þáttum í okkar lífi. Til að sjóða frosk lifandi þarf að hita vatnið hægt. ...
Stór hluti samfélagsins hefur látið þetta yfir sig ganga, gegn betri vitund. Fólk hefur sætt sig við að láta undan hræðslu annarra vegna þess að þetta átti allt að vera tímabundið. En markmiðinu er stöðugt breytt. ...
Þessi greining á veirutímum á við um svo óteljandi margt annað líka og augljós dæmi eru sorphirðan og grænu skattarnir. Það mætti færa rök fyrir því að íslenski froskurinn sé núna hlynntur því að fjármagna vopnuð átök, fækka Gyðingum, gelda samkynhneigð ungmenni og borða skordýr í staðinn fyrir spendýrakjöt.
Fyrst er fræinu sáð. Einhver furðuleg hugmynd er sett fram sem þykir svo seinna vera alveg frábær. Þeir sem skipta ekki um skoðun nógu hratt (frá því að finnast hugmyndin fáránlega til að finnast hún frábær) eru taldir fordómafullir eða ólæsir á nýjustu vísindin.
Oftar en ekki kemur svo í ljós að þeir sem spyrntu við fótum höfðu hárrétt fyrir sér frá upphafi og hafa enn.
Samsæriskenningasmiðir? Nei, fólk sem er 6-12 mánuðum á undan öðrum að sjá að hitastigið í pottinum fer hækkandi og vissara að hoppa úr honum strax. Stundum 10-20 árum á undan öðrum, svo sem í málefnum hælisleitenda.
Það er kannski ekki hægt að sleppa við að soðna lifandi enda ákveðin takmörk fyrir því hvað borgaraleg óhlýðni nær langt. En það er skárra að vera meðvitaður um það en hitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 22. ágúst 2025
Loksins byrjar fjörið
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins fyrir að starfrækja smásölu áfengis án leyfis. Fleiri fyrirtæki í sambærilegum rekstri eru undir rannsókn lögreglu og góðar líkur eru á því að þau verði einnig ákærð.
Þessu bjuggust margir við og fyrir löngu búnir að ráða sér lögfræðinga til að taka slaginn. Þetta er tapað mál fyrir hið opinbera og skattgreiðendur sjá fram á að greiða svimandi fjárhæðir í málskostnað á öllum dómstigum, frá héraði og hæstaréttar til Evrópudómstóla.
Á Íslandi eru í gildi lög sem veita ÁTVR einkaleyfi á smásölu með áfengi, þ.e. að færa varning frá hillu að kassa og staðgreiða við kassann. Hins vegar er netverslun með áfengi innan EES heimil og einfaldlega búið að gera þá netverslun hraðvirkari í tíma. Bæði gildir.
Það þarf ekki neinar lagabreytingar til að gera núverandi fyrirkomulag og framkvæmd áfengisverslunar á Íslandi löglega. Auðvitað væri snyrtilegra að ríkið lokaði ÁTVR og gerði hefðbundna smásölu með áfengi löglega til jafns við netverslun með áfengi. En ef þingið veldi nú að gera lagabreytingar er alltaf sú hætta á að ný eftirlitsbákn, nýjar stofnanir og nýir skattar verði til. Það er því best að breyta engu.
Það þarf ekki að óska seljendum áfengis innan EES og þar með Íslandi góðs gengis í baráttunni við ríkið. Sigurinn blasir við og seljendur eru vel undirbúnir. En fyrir hönd skattgreiðenda má vona að sýningunni ljúki sem fyrst.
![]() |
Ákærur vofa yfir netverslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. ágúst 2025
Nýi gátlistinn fyrir Menningarnótt
Tímarnir breytast og mennirnir með, eða öllu heldur samsetning mannanna. Það er því við hæfi að uppfæra ýmsa ferla og gátlista þegar haldið er á mannamót eins og Menningarnótt. Svo sem með eftirfarandi atriðum:
- Það gæti verið gott ráð að verða sér úti um stunguvesti ef ske kynni að einhver stingi þig með hníf eða jafnvel sveðju, sem gæti gerst hvenær sem er sólarhrings, svo sem í dagsbirtu á fjölförnum svæðum.
- Athugaðu alltaf startgjaldið áður en þú sest upp í leigubíl.
- Ekki leyfa dætrum ykkar að fara einar heim til sín í strætó og ekki einu sinni labba einar frá strætóskýlinu. Það er aldrei að vita hver rennur á lyktina.
- Okkur er sagt að við getum skilgreint okkur sem hvað sem er - karlmenn geta kallað sig konur, og konur kallað sig karlmenn. Á þessu er þó veigamikil undantekning sem ber að forðast: Þú mátt ekki kalla þig ekki hinsegin ef þú vilt forðast atlögur að þér. Gott að vita, sérstaklega á mannamótum í miðbænum.
- Forðastu líka að ganga um miðbæinn í klæðnaði skreyttum hefðbundnum trúartáknum kristinna manna í gegnum óteljandi aldir. Það gæti virkjað sérsveit lögreglunnar, hvorki meira né minna.
Með þessi gátatriði á hreinu ætti Menningarnótt að geta orðið hin prýðilegasta skemmtun, og megi svo vera.
![]() |
Ókeypis skutlþjónusta á Menningarnótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2025
Pottormar
Það var gaman að ræða við hið skynsama og skemmtilega fólk hjá Bítinu á Bylgjunni. Fyrir þá sem misstu af þessu litla spjalli þá er það aðgengilegt hér:
Pottormar, sem láta nú sjóða sig eins og frosk, mega gjarnan byrja að láta heyra meira í sér, ekki satt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 16. ágúst 2025
Hatrið á lífsstíl venjulegs fólks
Það er alveg óhætt að fullyrða að það gangi bara mjög vel að taka af venjulegu fólki ýmislegt sem áður mátti taka sem sjálfsögðum hlutum.
Sorphirða er til dæmis orðið hið skæðasta vandamál. Í stað þess að henda rusli í ruslafötu þarf að þrífa það og jafnvel keyra með það eitthvert. Sorphirðugjaldið hækkar í takt við minnkandi sorphirðu. Meira fyrir minna.
Kjöt er orðið svo dýrt að venjulegt fólk þarf að skammta sér það, eins og á miðöldum. Kjöt er jú talið vera hin versta umhverfisplága og umvafið allskyns gjöldum og sköttum sem eiga að breyta veðrinu.
Síðan er það auðvitað bíllinn. Þessi sem gerir fólki kleift að keyra með ruslið sitt en líka að versla inn fyrir fjölskyldu og jafnvel skreppa í ferðalag út fyrir hverfið sitt.
En hvernig stendur á að yfirvöld komast upp með þessa herferð gegn lífsstíl venjulegs fólks?
Ástæðan er einföld: Það hefur tekist að sannfæra almenning um að sá lífsstíll sé að breyta veðrinu og tortíma náttúrunni. Á meðan fólk trúir því þá ganga yfirvöld lengra. Þegar fólk lítur í spegil og sér vandamál og eyðileggingu þá kýs það stjórnmálamenn sem bregðast við slíku sjálfshatri. Framboð slíkra stjórnmálamanna er mikið því tortímingu á lífsstíl venjulegs fólks fylgja mikil völd, og hvaða stjórnmálamaður vill ekki völd?
Meðalið er því um leið að hætta að hata lífsstíl venjulegs fólks. Leyfa fólki að losna við sorp, keyra bíl og borða kjöt. En er einhver von á því?
![]() |
Kemur sér illa fyrir eldri borgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2025
Tortímandinn sigraður?
Þekkja ekki allir George Soros? Manninn sem eyddi svimandi auðævum í að opna landamæri og koma í veg fyrir að glæpir yrðu stöðvaðir, meðal annarra svokallaðra afreka. Arfleifð hans er víst að skolast út með sjávarfallinu (eða skólpinu) og enginn mun sakna hennar.
Hvaða milljarðamæringar sjá fram á sömu örlög? Milljarðamæringar sem hafa mokað svimandi fjárhæðum í að eyðileggja samfélag okkar. Bill Gates sennilega bráðum ef hann missir þróttinn (og yfirhylminguna). Davos/WEF-klíkan eins og hún leggur sig, mögulega.
Milljarðamæringar með draumóra um eitt alheimsríki þar sem við eigum ekkert (en þeir allt, auðvitað), látum sprauta okkur stanslaust, sættum okkur við viðvarandi orkuskort af því veðrið er að breytast og af sömu ástæðu rándýrt kjöt sem enginn hefur efni á, og yfirgefum menningararf okkar og þjóðareinkenni. Og borðum pöddur í staðinn fyrir mannamat. Slík plága milljarðamæringanna er mögulega að ganga yfir og enginn mun sakna hennar.
George Soros er að gufa upp vegna elli og vanhæfni sonar hans en þeir næstu sem gufa upp gera það af því enginn nennir að hlusta og hlýða lengur. Þeir verða jafnvel sóttir til saka fyrir glæpi og spillingu!
Eða það má leyfa sér að vona. Svona ef lýðræði á að skipta einhverju máli og svo ekki sé talað um frjálsan markað þar sem á hillunum er í boði það sem fólk raunverulega vill.
Kannski voru veirutímar ágætt meðal til að vekja fólk. Brennt barn forðast eldinn. Núna mega fullorðnir forðast milljarðamæringa með mikilmennskubrjálæði, jafnvel þótt helstu fjölmiðlar segi okkur annað. Í bili.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 10. ágúst 2025
Endalok woke-hugmyndafræðinnar
Woke-hugmyndafræðin - sú sem snérist um að framleiða fórnarlömb, fordóma og fasista úr nánast öllu - dó um daginn og enginn var viðstaddur jarðarförina.
Þetta eru góðar fréttir.
Þær fréttir þurfa að vísu að berast aðeins víðar, svo sem til Háskóla Íslands og annarra verndaðra verbúða alltof gáfaðs fólks, en almennt séð er woke-veiran á undanhaldi. Og jú, auðvitað eru álitsstéttirnar (blaðamenn, stjórnendur innan hins opinbera og ýmsir þiggjendur skattfés í nafni mannúðar og velferðar) úr takt við raunveruleikann en það er ekkert nýtt.
Það er við hæfi að fagna þessum góða áfanga, jafnvel of snemma. Það er hér með gert. Þessi áfangi er jú mikilvægur. Hann þýðir að við hættum smátt og smátt að treysta skattkerfinu fyrir loftslaginu, félagsfræðingum fyrir líffræðinni og innflytjendum fyrir stjórn opinberra fjármála, svo eitthvað sé nefnt.
Við getum jafnvel keypt gallabuxur án þess að óttast nasista-stimpilinn, og er það ekki eitthvað?
Ég anda léttar fyrir hönd þeirra sem létu woke-veiruna hægja á sér, ég sjálfur meðtalinn.
Megi allir eignast góðar gallabuxur!
![]() |
Sólveig: Var allt í einu níðingur og vinur fasista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. ágúst 2025
Þetta reddast! Ekki?
Hann hitti kannski naglann fastar á höfuðið en hann hélt þegar skemmtikrafturinn Ari Eldjárn sagði á sínum tíma um Íslendinga:
Þetta er ekki mjög útbreidd staðreynd en við erum Ítalir norðursins. Frestun. Frestunarþjóðin. Slagorð þjóðarinnar er: Þetta reddast. Sem þýðir: Þetta verður allt í lagi. Og þetta er viðhorf okkar. Eigum við að eiga við þetta núna? Nei! Bíðum þar til það er orðið alltof seint og gerum það þá mjög illa, hratt! Þetta reddast!
Ég vil byrja á að taka fram að ég er nákvæmlega svona þegar kemur að mörgu. Ég keypti fjóra flugmiða á sex vikum í sumar því ég gat ekki ákveðið hver færi hvert og hvenær. En ég rek ekki heimilisbókhaldið svona, og nálgast ekki uppeldi barna minna svona. Sumt má alveg reddast, en sumt þarf skipulagningu og langtímahugsun.
En Ari Eldjárn er að lýsa mörgum vandamálum Íslendinga alltof vel. Innviðir vanræktir, orkuskortur, sveðjuberandi minnihlutahópar að fjölga sér eins og kanínur, skólar hættir að mennta og þjónustuhandbók vetrarþjónustu í Reykjavík hætt að gera ráð fyrir vetri, svo dæmi séu nefnd.
Þegar allt er komið í klessu er svo farið í átak. Aðeins fleiri löggur hér, aðeins fleiri skurðaðgerðir þar. Átaksverkefni sem fá tímabundna athygli, keyra yfir styttri tíma og slökkva nokkra elda án þess að taka á rótum vandamála.
Plástrar á svöðusár.
Er eitthvað ráð við þessu? Ég held ekki. Á Íslandi ótakmarkaðrar orku og ríkulegra auðlinda og drífandi fólks keyrir í sífellu kapphlaup: Tekst verðmætaskapandi fólki sem hugsar fram í tímann að framleiða meiri verðmæti en eyðsluglaðir stjórnmálamenn og þrýstihópar ná að eyða? Stundum, stundum ekki. Togarar moka gulli á land, stjórnmálamenn sturta því í holræsið. Stundum hægja stjórnmálamennirnir aðeins á sér og þá verður verður til auður, stundum spýta þeir í lófana í sóuninni og þá rýrnar auðurinn. Þetta reddast jú, ekki satt? Það þarf bara einn forsætisráðherra á nokkurra ára fresti til að bremsa eyðileggingu stjórnmálastéttarinnar og fleyta fleyinu áfram í nokkur ár þar til allt er komið í klessu aftur. Þetta reddast, ekki satt?
Ég kýs Ara Eldjárn, jafnvel ef hann hugsar með sér að allt reddist. Hann hefur þann kost að hafa greint vandamálið með svolítilli sjálfskoðun. Fæstir stjórnmálamenn hafa náð svo langt.
![]() |
Börn beita grófara ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)