Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2025

Mér finnst ég ekki búa á Íslandi lengur, og mér finnst það sorglegt

Fyrirsögnin hérna, Mér finnst ég ekki búa á Íslandi lengur, og mér finnst það sorglegt“, eru ekki mín orð, heldur orð einstaklings sem býr í Reykjavík á Íslandi og sér vinnudaginn í auknum mæli verða flóknari, sér þjófnaði fara fram án afleiðinga og menninguna farna að breytast.

Öllum er skítsama.

Menning? Hvað er það? Einhvers konar nasistakveðja? Gleymdu því!

Glæpir? Ekkert vandamál í Garðabæ. Hvað ertu að tala um?

Vandamál í skólum? Jú, kannski í Breiðholti, en er það ekki hverfið sem átti að taka að sér öll vandamálin?

Auðvitað er skilningur aðeins að vaxa fyrir því að það tekur á fyrir innfædda þegar yfirvöld reyna að skipta um þjóð í eigin landi. Ég man vel eftir þeirri umræðu fyrir 20 árum í Danmörku - umræða sem er kannski rétt að byrja á Íslandi en þó það, og bara nýlega. En þegar borgarfulltrúar eru að rífast um hvaða þjóðfána annarra ríkja eigi að hengja upp fyrir framan ráðhús Reykjavíkur á meðan borgin er að stefna í gjaldþrot, og þingmenn að rífast um hvað eigi að drepa sjávarþorpin á Íslandi hratt með skattlagningu en enginn sammála um hversu hratt, þá er allt í ólagi. Eiginlega bara allt, og það í boði kjósenda.

Þegar allir læmingjarnir eru sammála um að stökkva fram af bjargbrún, og draga minnihlutann með sér með valdi, þá er þetta búið spil. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband