Bloggfærslur mánaðarins, mars 2025

Heilbrigð-skynsemi stefnan

Þá er komin ný forysta í Sjálfstæðisflokknum og þótt ég sé ekki flokksbundinn og hef ekki verið í áratugi þá hef ég alltaf ákveðnar taugar til flokksins og minnist oft áranna þar sem ég skrifaði fyrir vefrit Heimdallar sem þá var og hét, frelsi.is

Frambjóðendur til trúnaðarstarfa hafa allir talað á einn veg: Flokkurinn hefur týnt rótum sínum og þarf að finna þær aftur og verða á ný breiðfylking sem getur með góðri samvisku talað um að vilja báknið burt og vinna fyrir allar stéttir. Nú þegar flokkurinn er í minnihluta ætti slíkt að vera auðvelt og ekki annað að sjá en að meirihlutinn ætli að gera starf stjórnarandstöðu eins auðvelda og hægt er. Það í sjálfu sér ætti að skila atkvæðum án áreynslu.

En gefur nýr formaður strax tilefni til svartsýni?

„Ég ætla ekki að draga Sjálf­stæðis­flokk­inn út á ystu nöf í sitt hvora átt­ina,“ sagði Guðrún og vísaði til ann­ars veg­ar Viðreisn­ar til vinstri á hægri vængn­um og Miðflokks­ins til hægri á sama væng. „Ég ætla að vera breiðfylk­ing.“

Mér sýnist það. Hvaða hugsjónir liggja að baki því að ætla sér fyrst og fremst að vera stór flokkur?

Hvað er það við Miðflokkinn sem staðsetur hann lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkinn? 

Þetta var mögulega alveg glötuð yfirlýsing.

Flokkar geta orðið stórir með tvennum hætti:

  • Að lofa öllu fyrir alla og vona að kjósendur hafi gleymt öllum svikunum í næstu kosningum. Mér dettur hér í hug þýskir miðjuflokkar. 
  • Að halda á lofti skýrri og róttækri hugsjón sem er mögulega meðal sem bragðast illa í einhvern tíma en skilar sér í breytingum til batnaðar yfir lengri tíma. Mér dettur hér í hug borgarstjórinn Davíð Oddsson á sínum tíma, og jafnvel forsætisráðherrann Davíð Oddsson, og forseti Argentínu í dag, Javier Milei.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þegar ákveðið að mörg góð stefnumál Miðflokksins, sér í lagi í innflytjendamálum, séu of langt „til hægri“, þá er strax búið að taka feilspor.

Ég tek eftir því í bandarískri umræðu að sumir vilja síður tala um hægri-vinstri og frekar að tala um heilbrigða skynsemi, og þá sem eru á móti henni.

Auðvitað eiga karlmenn ekki að keppa við kvenmenn í íþróttum, eða deila með þeim búningsklefa!

Auðvitað eiga landamærin ekki að vera hriplek!

Auðvitað á að taka á óráðsíunni í opinberum fjármálum og minnka skattheimtuna!

Auðvitað á fyrst og fremst að eyða auðlindum og verðmætaframleiðslu í eigin þegna og þá sem eiga um sárt að binda innanlands frekar en allt aðra! 

Ekki hægri-vinstri, heldur heilbrigð skynsemi og andstæða hennar. 

Ég vona að mér skjátlist um að glænýr formaður hafi nú þegar sent flokkinn á framhald í eyðimerkurgöngu sinni en vona þá að hún hafi góða að til að leiðrétta sig.


mbl.is „Ég ætla að vera breiðfylking“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband