Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024

Hási forsetinn

Framundan eru forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þar er í bili í framboði núverandi forseti sem er líklega með Parkinson-sjúkdóminn á háu stigi og hefur ekki ráðið neinu síðan hann var kjörinn í embættið. Núna er hafin einhver áætlun um að losna við hann án þess að þurfa eiga við forval innan flokks hans. Þess í stað verður handvalinn einhver gæðingurinn og honum rúllað inn.

Það er af þessari ástæðu að blásið var til kappræðna í júní frekar en í haust. Vitað var að Biden myndi klúðra þeim og með samstilltu ákalli fjölmiðla, í bland við einhverja áframhaldandi en sífellt minnkandi afneitun á ástandi hans, koma honum frá á einn hátt eða annan nógu seint til að flokksmenn geti ekki komið að tilnefningu staðgengils, en ekki of seint til að staðgengillinn nái nú að kynna sig fyrir kjósendum.

Eða svona hljómar ein samsæriskenningin sem mér finnst vera sannfærandi.

Sé hún rétt þá erum við með öðrum orðum stödd í miðju leikriti, vel skipulögðu, og fóðruð með molum sem eiga að leiða okkur að réttri niðurstöðu: Biden þarf að fara og í staðinn að koma einhver skelfing eins og ríkisstjóri Kaliforníu eða hver það nú er sem flokkseigendavélin er búin að velja. 

Líklega hefur örvæntingin farið af stað í baklandi Biden þegar kom í ljós að sakfelling á Trump fyrir tæknilega gallaðar bókhaldsfærslur hafði öfug tilætluð áhrif: Fylgi Trump hefur haldist hátt og kosningasjóðir hans eru orðnir stærri en hjá Biden. Væri Biden að mælast hár í könnunum væri auðvitað engin ástæða til að skipta honum út sem strengjabrúðu.

Sú samsæriskenning að yfirvöld og valdamenn stundi ekki samsæri er röng. Í gangi er samsæri um að skipta Biden út á þann hátt að þeir sem í raun fara með völdin haldi áfram að fara með völdin. 

Stundum eru leikrit svo vel hönnuð að áhorfendur bókstaflega lifa sig inn í söguþráðinn. Það virðist vera raunin núna. Eða hvenær ætla íslenskir fjölmiðlar að segja það sem allir vita frekar en að tala um hása forsetann?


mbl.is Viðurkennir að fjarað geti undan framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægristefnan

Hægristefnan, hvað er það?

Er það stuðningur við að það sé ekki lengur hægt að skilgreina hvað sé kona? 

Er það stuðningur við að ungmenni, sem mega ekki fá sér húðflúr og yfirdrátt, gifta sig og kaupa bjór, séu send í sjálfsmorðshugleiðingar af því þau fá ekki að sneiða af sér kynfærin af því það er búið að telja þeim í trú um að þau séu í röngum líkama?

Er það stuðningur við strengjabrúðustríð Bandaríkjanna við Rússland og fleiri ríki?

Er það stuðningur við að borgaralegt frelsi sé tekið úr sambandi til að berjast við kvefpest? Og þrýsta fólki í lyfjagjöf til að það geti kallað sig heilbrigt?

Er það stuðningur við orkuskort?

Er það stuðningur við tugmilljarða útgjöld til að halda uppi útlendingum og jafnvel að bjóða þeim betra velferðarkerfi en innfæddum?

Er það stuðningur við að hið opinbera blóðmjólki fyrirtæki í sinni eigu um arðgreiðslur til að borga af yfirdrættinum á meðan viðskiptavinir sömu fyrirtækja, sárþjáðir skattgreiðendur, sjá stighækkandi reikninga og jafnvel skerðingu á þjónustu á sama tíma?

Er það stuðningur við stjórnlausa útþenslu opinberrar stjórnsýslu?

Er það stuðningur við yfirgengilega íþyngjandi regluverk, sem er kallað evrópskt og innflutt en er í raun íslenskt og heimatilbúið?

Naflaskoðun Sjálfstæðismanna er bundin við útlendingamálin að því er virðist, sem Samfylkingin hefur svo snyrtilega stolið af þeim.

Það þarf meira til.

Það þarf að gera Sigmund Davíð Gunnlaugsson að forsætisráðherra Íslands á ný til að takast á við skrímslin sem aðrir leggja ekki í, rétt eins og hann gerði eftir að hafa tekið við brunarústum þaraseinustu vinstristjórnar (sú sem nú situr er önnur slík). 

Eða sér það einhver öðruvísi? Af hverju?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband