Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
Mánudagur, 2. mars 2015
Ýmis samtök hafa nægan tíma
Hvenær og hvers vegna byrjar einhver að drekka? Það er mjög mismunandi. En að einhver sjái auglýsingar í sjónvarpi eða dagblaði og ákveði í kjölfarið að skella sér á einn landabrúsa eða redda kippu af bjór er e.t.v. langsótt útskýring. Auglýsingar geta beint kaupum frá einni tegund til annar en ég efast um að þær í sjálfu sér hrindi einhverjum fram af hamri ofdrykkju og alkóhólisma.
Unglingjadrykkjan sem margir virðast óttast er ekki versti óvinur unglinga. Það er hins vegar óábyrg neysla í óhófi. Unglingar þurfa að læra að meðhöndla áfengi og umgangast það með mátulegri virðingu. Í stað þess að loka öllum dyrum og segja "bannað til tvítugs" ættu foreldrar miklu frekar að fræða börn sín um áfengi og hvetja þau til að segja frá því þegar vinahópurinn byrjar að drekka eða þegar fyrsta bekkjarpartýið nálgast og drykkja er fyrirsjáanleg.
Kannski ættu samtök ýmis konar að beina kröftum sínum í þess konar farvegi. Að veita fræðslu frekar en fyrirstöðu. Að upplýsa frekar en tala í upphrópunum.
Í öðrum fréttum er það helst að dönsk ungmenni frá 16 ára aldri geta nú keypt, í næstu verslun Eurospar-keðjunnar, á öllum hinum langa opnununartíma þeirra, kassa af Carlsberg eða Tuborg (30 flöskur) á 95 danskar krónur (um 1900 íslenskar krónur) auk skilagjalds. Ekki galið!
Auglýsa áfengi án allra afleiðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)