Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Ríkisafskipti til bjargar afleiðingum ríkisafskipta

Hinn íslenski ríkissjóður skuldar gríðarlegar fjárhæðir. Skattar eru í himinhæðum. Báknið er stærra en nokkurn tímann áður. Engin af skemmdarverkum fráfarandi vinstristjórnar hafa verið dregin til baka og má það nánast kallast verra en að hafa framkvæmt þau skemmdarverk í upphafi. Hópar Íslendinga finna enga vinnu og aðrir hafa gefist upp og komið sér vel fyrir á spena opinberrar framfærslu. Ríkisrekstur lamar heilbrigðisþjónustu Íslendinga, menntastofnanir og landbúnaðinn, svo eitthvað sé nefnt. 

Hvað gerir ríkisvaldið svo til að draga úr sársaukanum sem leiðir af eigin ríkisafskiptum? Jú, eykur ríkisafskipti! Í stað þess að draga úr þunga hins opinbera og leyfa hagkerfinu að ná andanum og hefja nýjar leiðir til verðmætasköpunar er þeim atvinnulausu bara sópað inn í bótakerfið. Félagslegt húsnæði kemur í stað hins hefðbundna. Aðstoð af ýmsu tagi kemur í stað launaðrar vinnu sjálfbjarga einstaklinga. Allt er í raun gert til að viðhalda stærð og umsvifum hins opinbera en án þess að það komi niður á atkvæðatalningunni í næstu kosningum. 

Þeir sem kalla sig hægrimenn ættu að skammast sín fyrir þessa ríkisstjórn. Hún yrði flokkuð lengst til vinstri á öllum hinum Norðurlöndunum (íslensk pólitík er langt til vinstri miðað við t.d. þá dönsku). Tvö ár hefur hún haft til að gera eitthvað sem skiptir máli en hefur áorkað litlu öðru en að lækka sjónvörp í raftækjaverslunum um einhver prósent. 

Ég er hræddur um að næstu tvö ár þessarar ríkisstjórnar verði hennar seinustu og að fólk muni aftur falla fyrir vinstriflokkunum, enda eru þar á ferð hreinskilnir sósíalistar sem boða beinlínis stærra ríkisvald en ekki óhreinskilnir sem tala fyrir auknu svigrúmi markaðarins en róa síðan öllum árum að minna svigrúmi en til vara óbreyttu svigrúmi. 


mbl.is Aldrei jafn há framlög til félagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband