Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Ríksvaldið í leit að óvinum

Veðurfar Jarðar, bæði á heimsvísu og staðbundið, er alltaf að breytast. Það er öðruvísi í dag en fyrir 50 árum, 100 árum og 1000 árum (raunar svipað á Íslandi og fyrir 1000 árum skilst mér), og verður öðruvísi eftir 2 ár, 10 ár og 100 ár.

Sumir hafa eytt megninu af ævi sinni til að reyna sýna fram á að margar af veðurfarsbreytingum Jarðar séu vegna einhverra aðgerða mannanna. Gott og vel. Aðrir taka þetta skrefinu lengra og vilja meina að allt sem gæti túlkast sem neikvæðar breytingar á veðurfari Jarðar sé fyrst og fremst vegna aðgerða mannanna. Sumir stjórnmálamenn og ákveðinn hópur einstaklinga hafa gripið rannsóknir, athuganir og vangaveltur þessa hóps á lofti og vilja gera að pólitísku baráttumáli.

Hið pólitíska baráttumál er svo kunnuglegt þótt fyrirsögnin sé ný ("Veðurfar manna er að breytast á neikvæðan hátt af manna völdum og eitthvað þarf að gera í því!"). Hið pólitíska baráttumál er einfaldlega sósíalismi í enn einum búningnum: Aukin ríkisafskipti, fleiri reglur, hærri skattar.

Það liggur við að þetta sé svona einfalt.

Hin yfirvegaða og vísindalega umræða er fyrir löngu troðin niður.

Svo mun nýjasti grímubúningur sósíalisma slá í gegn? Mér sýnist svo ekki ætla að vera sem betur fer svo ég ætla að snúa mér að því að berjast gegn sósíalismanum á öðrum vígvöllum.  


mbl.is Hrikaleg áhrif hlýnunar jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband