Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Sunnudagur, 3. febrúar 2013
Flokkur í markaðsherferð
Samfylkingin má muna sinn fífil fegri. Hún er komin í bullandi fallbaráttu við ný framboð og Vinstri-græna á íslensku vinstriflórunni. Markaðsmenn flokksins hafa því fengið að leggja hausinn í bleyti og þeir stungið upp á útvíkkuðu nafni á flokkinn. Flokksheiti með bandstriki er í tísku í dag. Samfylkingin vill vera í tísku.
Hvað segja hinir vinstriflokkarnir við svona löguðu? Eru forystumenn þeirra sammála því að Samfylkingin sé jafnaðarmannaflokkur Íslands? Hvað eru hinir flokkarnir þá? Lýðskrumflokkar Íslands? Litlu-samfylkinginar? Óskilgetin afkvæmi Samfylkingarinnar?
Kosningar eru greinilega handan við hornið. Ég vona að það sjóði upp úr hjá vinstrinu svo fylgið við það nálgist skynsamlegri hlutföll, t.d. 30% samanlagt hjá öllum vinstriflokkum.
Jafnaðarmannaflokkur ofan á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. febrúar 2013
Íslendingar mættu líta til Danmerkur og Svíþjóðar
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon litu aðeins of langt í austur þegar þeim vantaði kerfi til að apa eftir á Íslandi.
Til að bjarga sér frá gjaldþroti hafa Norðurlöndin neyðst til að skera djúpt í skattheimtu hins opinbera. Þetta hefur haldið þeim á réttu róli, en þó er langt í land. Danmörk safnar skuldum og allskyns skuldbindingar hins opinbera eru ennþá í svimandi hæðum í bæði Svíþjóð og Danmörku. Í Noregi er beinlínis stefnt að því að éta upp sparnaðinn þegar olían er uppurin. Er það til eftirbreytni?
Í umræðunni er oft talað í nútíð: Í landi A lítur ástandið betur út í landi B. Land A er ekki á leið í gjaldþrot hér og nú á meðan land B stefnir í þrot fljótlega.
Þetta er eins og að bera saman einkunnir lélegustu nemendanna til að meta námsárangur. Nemandi A fékk 5 í einkunn en það er nokkuð gott miðað við nemanda B sem fékk bara 2 í einkunn. Eftir stendur að enginn er raunverulega að ná góðum árangri.
Norðurlöndin eru e.t.v. með skilvirkasta opinbera geirann í heiminum og sennilega ánægðustu skattgreiðendur heims enda er stærsti hluti Norðurlandabúa í millistétt og "fær" svipað mikið frá ríkinu og hún "gefur" því. En vandamál Norðurlandanna eru of stórt ríkisvald, engu að síður. Meira að segja jafnaðarmannablaðið The Economist er sammála því.
Friedman á heimavelli í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)