Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Sunnudagur, 3. febrúar 2013
Flokkur í markaðsherferð
Samfylkingin má muna sinn fífil fegri. Hún er komin í bullandi fallbaráttu við ný framboð og Vinstri-græna á íslensku vinstriflórunni. Markaðsmenn flokksins hafa því fengið að leggja hausinn í bleyti og þeir stungið upp á útvíkkuðu nafni á flokkinn. Flokksheiti með bandstriki er í tísku í dag. Samfylkingin vill vera í tísku.
Hvað segja hinir vinstriflokkarnir við svona löguðu? Eru forystumenn þeirra sammála því að Samfylkingin sé jafnaðarmannaflokkur Íslands? Hvað eru hinir flokkarnir þá? Lýðskrumflokkar Íslands? Litlu-samfylkinginar? Óskilgetin afkvæmi Samfylkingarinnar?
Kosningar eru greinilega handan við hornið. Ég vona að það sjóði upp úr hjá vinstrinu svo fylgið við það nálgist skynsamlegri hlutföll, t.d. 30% samanlagt hjá öllum vinstriflokkum.
![]() |
Jafnaðarmannaflokkur ofan á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. febrúar 2013
Íslendingar mættu líta til Danmerkur og Svíþjóðar
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon litu aðeins of langt í austur þegar þeim vantaði kerfi til að apa eftir á Íslandi.
Til að bjarga sér frá gjaldþroti hafa Norðurlöndin neyðst til að skera djúpt í skattheimtu hins opinbera. Þetta hefur haldið þeim á réttu róli, en þó er langt í land. Danmörk safnar skuldum og allskyns skuldbindingar hins opinbera eru ennþá í svimandi hæðum í bæði Svíþjóð og Danmörku. Í Noregi er beinlínis stefnt að því að éta upp sparnaðinn þegar olían er uppurin. Er það til eftirbreytni?
Í umræðunni er oft talað í nútíð: Í landi A lítur ástandið betur út í landi B. Land A er ekki á leið í gjaldþrot hér og nú á meðan land B stefnir í þrot fljótlega.
Þetta er eins og að bera saman einkunnir lélegustu nemendanna til að meta námsárangur. Nemandi A fékk 5 í einkunn en það er nokkuð gott miðað við nemanda B sem fékk bara 2 í einkunn. Eftir stendur að enginn er raunverulega að ná góðum árangri.
Norðurlöndin eru e.t.v. með skilvirkasta opinbera geirann í heiminum og sennilega ánægðustu skattgreiðendur heims enda er stærsti hluti Norðurlandabúa í millistétt og "fær" svipað mikið frá ríkinu og hún "gefur" því. En vandamál Norðurlandanna eru of stórt ríkisvald, engu að síður. Meira að segja jafnaðarmannablaðið The Economist er sammála því.
![]() |
Friedman á heimavelli í Stokkhólmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)