Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Kannski gott, en kannski ekki

"Jöfnuður" er oft nefndur sem sérstakt markmið og baráttumál. Sagt er: Eftir því sem allir eru með jafnari laun eða jafnari ráðstöfunartekjur, því betra. "Jöfnuður" á að hafa ýmsa kosti í för með sér: Minni öfundsýki, betra samfélag einstaklinga, samfélag einstaklinga á jafnréttisgrundvelli og jafnari dreifingu "byrðanna" sem hvert og eitt samfélag þarf að bera. 

Jöfnuður er samt ekki góður í sjálfu sér. Hann er slæmur ef honum er komið á með valdbeitingu. Andstæða jöfnuðar, sem komið er á með valdbeitingu, er ekki ójöfnuður (valdbeiting hins sterka á hinum veika) heldur tækifæri. En núna flækist myndin örlítið.

Tökum tvö dæmi um samfélag sem "mælast" jöfn í jöfnuði: Í Klíkulandi hefur jöfnuði verið komið á með notkun skattkerfisins. Þeir sem þéna vel fá háan reikning frá skattinum, og afraksturinn er notaður til að hækka ráðstöfunarfé þeirra tekjulægri. Þeir sem á annað borð komast upp í hátekjuflokkinn fá jafnóðum reikning sem færir tekjurnar í miðflokk og tekjur tekjulægri upp í hann. Hvatinn til að leggja hart að sér, stofna fyrirtæki og vinna allar nætur til að koma því á koppinn, vinna yfirvinnu, berjast við að hækka sig í tign í vinnunni og þess háttar gufar upp. Erfið langtímamenntun í verðmætaskapandi þjálfun verður ekki lengur góð fjárfesting, enda mætti nota námsárin í eitthvað annað, t.d. vinna vinnu sem krefst minni þjálfunar. Jöfnuður í Klíkulandi er slæmur, og hefur slæmar langtímaafleiðingar fyrir alla (bæði þá tekjulágu og tekjuháu).

Í öðru landi, Tækifærislandi, eru skattar lágir og opinberar fyrirstöður fáar og lágar. Þeir sem þéna vel fá að halda sama hlutfalli tekna sinna og áður, en ráðstöfunartekjurnar hækka. Þeir sem þéna illa geta gert ýmislegt til að auka verðmætasköpun sína og hækka í launum. Í slíku umhverfi er oft að finna stóran hóp ungs fólks (t.d. námsfólks) með lélegar tekjur, en sömu einstaklingar munu að öllu jöfnu hafa fært sig hratt upp í hærri tekjuflokka nokkrum árum seinna, þegar krefjandi þjálfun er yfirstaðin og starfsreynsla rúllar inn. Í slíku umhverfi mælist ekki endilega mikill jöfnuður, og það er ekki slæmt út af fyrir sig, en kannski er hreyfanleiki einstaklinga upp á við í hærri tekjuflokka svo hraður að jöfnuður mælist þrátt fyrir allt mikill. Það er þá góður jöfnuður.

En eitthvað þurfa menn nú að dunda sér við að mæla og setja upp í línurit án þess að ræða raunveruleikann eða forsendur og þannig er það. 


mbl.is Jöfnuður óvíða meiri en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn of mikill stuðningur í ljósi aðstæðna

Stuðningur við ríkisstjórnina ætti að vera nær 10% en 50% ef hún væri að sinna skyldum sínum. Þær skyldur eiga að fela í sér djúpan niðurskurð á ríkisrekstrinum, stórkostlega einkavæðingu innan ríkis"kerfanna" (heilbrigðiskerfið, landbúnaðarkerfið og þess háttar) og stóran straum lagafrumvarpa sem fela í sér afnám heilu lagabálkanna sem í dag setja einkaaðilum stólinn fyrir dyrnar. Gríðarlegar skattalækkanir og uppgreiðsla á skuldum hins opinbera fylgja svo með, auðvitað. Þetta hef ég sagt áður.

Á heimasíðu hinnar bandarísku Ludwig von Mises-stofnunar er nú að finna grein sem ber saman Ísland og Írland eftir hrunið 2008. Niðurstaðan er sú að Ísland stendur að mörgu leyti verr, og að ástandið er að versna hlutfallslega. Hér er lítil tilvitnun:

 Many Icelanders work two jobs to make ends meet. This effect was increasingly pronounced through the recession as inflation made it more difficult to get by with one salary. As a consequence, many Icelanders lost one job during the recession but the unemployment statistics did not reflect this as they were still employed elsewhere. This is notably not the case in Ireland, where not only is one job per worker the norm, but falling prices made it easier for an employed person to make ends meet as the recession continued.

Og önnur:

 Both countries still have problems. Iceland’s monetary controls are notably stifling needed investment, while Ireland is left with a large debt from bailing out its banks, and this is stalling growth. One thing is clear though — the effects of monetary policy are stark and the proclaimed benefits of Iceland’s inflationary policy were counteracted by the price inflation that ensued.

Ríkisstjórnin á að hafa hugrekki til að takast á við vandamál verðbólgu og ríkisreksturs. Ríkisvaldið er alltaf nákvæmlega jafnstórt og það hefur fjármuni til að vera (og gjarnan svolítið stærra en það). Lokatilvitnunin er í hinn franska Frederic Bastiat, sem sagði í ræðu árið 1849:

If we vote 800 million francs for government services, the bureaucrats will devour 800 million; if we give them two billion, they will immediately expand themselves and their projects up to the full amount. [Tekið úr Frederic Bastiat: A Man Alone, bls. 117.]

Þetta er stundum kallað Lögmál Bastiat um skrifræði. Við skulum alveg endilega læra það. 


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband