Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Viðtekin skoðun: Röng

Fréttir frá viðræðum og umræðum um skuldaþak bandaríska ríkisins eru meira og minna allar rangar og villandi.

Tökum sem dæmi þessa málsgrein (feitletrun er mín):

Þótt leiðtogum beggja flokka í Bandaríkjaþingi hafi tekist á 11. stundu í gærkvöldi að ná samkomulagi um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins segja sérfræðingar að enn séu talsverðar líkur á að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna.

Hvað þýðir þetta á mannamáli?

Af því að bandaríska ríkið getur nú tekið meira að láni en áður (og skuldsetur sig sem því nemur), þá er lánstraust bandaríska ríkisins áfram talið vera gott.

Þetta ættu að hljóma eins og öfugmæli í eyrum flestra, enda eru þetta öfugmæli.

Fréttamenn sem apa beint upp eftir demókratískum fjölmiðlum í Bandaríkjunum þylja öfugmælin upp gangrýnislaust. Til dæmis segir hér:

Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. 

Hinn "harkalegi" niðurskurður er upp á óvissumörkin á útreikningum á hallarekstri bandaríska ríkisins. Ef menn geta ekki skorið niður um óvissumörk á tölu, þá er ekki búið að breyta tölunni sem reiknað er út frá mjög mikið.

Betri er engin frétt en villandi frétt og jafnvel röng.

 


mbl.is Lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna gæti lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama fær nýtt kreditkort

Bandaríska alríkið er búið að botna öll kreditkortin sín og alla yfirdrætti. Nú hefur náðst samkomulag um að Obama fái nýtt kreditkort og nýjan yfirdrátt til að hann geti haldið áfram að eyða um efni fram. Þetta er "fréttin".

Svokallaðir ráðgjafar Obama fagna hinu aukna svigrúmi Obama til að safna skuldum. Fremstur í flokki skuldasöfnunarsinna er Paul Krugman sem stingur upp á frumlegum leiðum til að prenta peninga.

Ég geri eftirfarandi orð að mínum og vona að það veki einhvern til umhugsunar, t.d. um ástandið á Íslandi:

Politicians are like water — they follow the path of least resistance. Politicians will try to avoid making a decision, and the longer they delay, the worse the problem becomes. The reality is that there are no more fixes to be done. We are out of financial gimmicks. The day of financial reckoning is upon us; maybe we can kick the can down the road another election or two, but be prepared for higher taxes, currency devaluation, and possibly debt repudiation. (http://mises.org/daily/5480/Repudiation-Is-an-Option)


mbl.is Samkomulag um skuldaþak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband