Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2010

Fćkkum föngum međ fćkkun glćpa

Föngum fjölgar á Íslandi eins og raunar víđar á Vesturlöndum. Kreppan hefur auđvitađ sitt ađ segja, enda margir örvćntingarfullir í ástandi ţar sem engin störf er ađ fá (sem borga betur en atvinnuleysisbćturnar) og stjórnvöld og dómstólar hringla međ lán og vexti og leyfa engum banka ađ fara á hausinn.

En fjölgun fanga er líka ađ hluta til heimatilbúiđ vandamál hjá löggjafarvaldinu. Glćpum er ađ fjölga ţví bođum og bönnum er ađ fjölga. Í stađ ţess ađ fangelsi séu mönnuđ ofbeldismönnum og ţjófum ţá eru ţar líka fíklar, sölumenn eiturlyfja, kaupendur vćndisţjónustu, smyglarar og bráđum nektardansmeyjar. Ofbeldislaus og frjáls viđskipti eru mörg hver bönnuđ međ lögum, og ţađ getur af sér fjölda glćpamanna.

Í Bandaríkjunum var lagt í "stríđ gegn eiturlyfjum" fyrir nokkrum áratugum. Ţar í landi manna nú eiturlyfjaneytendur og -seljendur flest fangarými. Stefnir í eitthvađ svipađ á Íslandi?

Fćkkum föngum međ fćkkun glćpa. Einfalt ráđ sem virkar jafnvel og hiđ gagnstćđa (fjölgun fanga međ fjölgun glćpa). 


mbl.is Bygging nýs fangelsis bođin út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband