Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Sunnudagur, 3. október 2010
Læknum fórnað fyrir listamennina
Smáfuglarnir segja frá:
Vinstristjórnin heldur ótrauð áfram og reisir í Reykjavík tugmilljarða tónlistarhús til þess að efnaðir íbúar Reykjavíkur og nágrennis geti mætt í sparifötum og hlustað á tónlist við og við. Tugmilljarðar eru settir í að byggja hús svo að áhugafólk um hljóðfæraleik geti æft sig við viðunandi aðstæður og hundruðir milljóna eru settir í gæluverkefni Ólafs Elíassonar listamanns sem kallað er glerhjúpurinn og er utan um tónlistarhúsið. Á sama tíma er heilbrigðisþjónusta við Þingeyinga allt að því lögð af.
Ég hef ekki miklu við þetta að bæta. Dekstrið við lista- og menningarelítunar heldur áfram á meðan læknisþjónusta er skorin niður í nánast ekki neitt.
![]() |
Hreinlegra að loka stofnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |