Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hér skal vísað í birt gögn

Nú er ég enginn lögfræðingur, og hef litla þolinmæði fyrir lestri á löngum lagatexta, en sem betur fer kemur stundum hvorugt að sök til að komast að lögfræðilegri niðurstöðu (takk Loftur).

Byrjum nú á smá texta úr tilskipun ESB (íslenska, enska) um tryggingar innistæða:

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

Lesist: Hafi ríki gert ráðstafanir vegna tryggingar innistæða samkvæmt tilskipun ESB, þá er ríkið ekki ábyrgt fyrir þeim innistæðum.

Ekki vantar að slík ráðstöfun finnist á Íslandi. Hún er í formi laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (1999/98). Þar segir meðal annars:

8. gr. Afturköllun leyfis.
Nú uppfyllir aðildarfyrirtæki ekki skyldur sínar gagnvart sjóðnum samkvæmt lögum þessum og reglugerð og skal þá stjórn hans tilkynna það ráðherra og Fjármálaeftirlitinu án tafar. Ráðherra veitir hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki þá allt að þriggja mánaða frest til úrbóta að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins. Hafi aðildarfyrirtækið ekki uppfyllt skyldur sínar að þeim fresti liðnum getur stjórn sjóðsins, að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins, lagt dagsektir á fyrirtækið. Greiðast þær þangað til aðildarfyrirtækið hefur uppfyllt skyldur sínar gagnvart sjóðnum. Sektirnar geta numið 50–500 þús. kr. á dag.
Hafi aðildarfyrirtæki ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart sjóðnum innan eins mánaðar frá álagningu dagsekta getur ráðherra tilkynnt því að hann hyggist afturkalla starfsleyfi þess hafi fyrirtækið ekki uppfyllt skyldur sínar að tólf mánuðum liðnum.
Nú rennur frestur skv. 2. mgr. út án þess að hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki hafi uppfyllt skyldur sínar gagnvart sjóðnum og getur þá ráðherra afturkallað starfsleyfi þess að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins. [Skuldbindingar sem stofnað er til áður en leyfi er afturkallað skulu njóta tryggingaverndar í samræmi við ákvæði III. kafla.]1)
[Nú rennur frestur skv. 1. og 2. mgr. út þegar um er að ræða útibú aðildarfyrirtækis með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og getur stjórn sjóðsins þá tilkynnt útibúinu að hún hyggist útiloka það frá sjóðnum hafi það ekki uppfyllt skyldur sínar að tólf mánuðum liðnum.]2) Ef frestur skv. 1. málsl. rennur út án þess að útibúið hafi uppfyllt skyldur sínar getur sjóðurinn útilokað það frá aðild að sjóðnum að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins. [Skuldbindingar sem stofnað er til áður en útibú er útilokað frá aðild að sjóðnum skulu njóta tryggingaverndar í samræmi við ákvæði III. kafla.]1)
Ákvæði 1.–3. mgr. eiga einnig við um útibú aðildarfyrirtækja með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Hver segir svo að það hafi vantað reglurnar í íslensku fjármálakerfi? Hér er kveðið á um dagsektir (greiddi einhver banki slíkar?), afturköllun leyfa (var það einhvern tímann gert?), útilokun frá sjóðnum (fékk einhver slíka hótun/tilkynningu/meðferð?) og fleira gotterí.

Ég get með engu móti séð að Íslendingar hafi brugðist skuldbindingum sínum gagnvart EES/ESB, og hef enga vitneskju um neitt sem bendir til þess að Landsbanki Íslands, hið íslenska Fjármálaeftirlit eða nokkur annar aðili hafi brotið gegn tilskipun ESB.

Ég get því með engu móti séð að íslenskir skattgreiðendur séu nú skuldbundnir til að greiða svo mikið sem eina krónu af vangoldnum "tryggðum" innistæðum í Icesave. Jú nema pólitísk ákvörðun sé tekin um slíkt, sem verður ekki gert fyrr en Alþingi samþykkir Icesave-samning Steingríms J. og Jóhönnu Sig. (hlutverk þess samnings er einmitt að taka pólitíska, en ekki réttarfarslega ákvörðun um skuldbindingar íslenskra skattgreiðenda gagnvart Icesave, alveg óháð því hvað einhver fyrri ráðherra eða seðlabankastjóri sagði við einhvern í fyrri tíð: "Þegar meirihluti alþingismanna samþykkir Icesave-ánauðina, þá er tekin sú ákvörðun að íslenskir skattgreiðendur taki á sig stórfelldar skuldir vegna ófara einkafyrirtækis. Þá, en fyrr ekki, hefur sú ákvörðun verið tekin svo bindandi sé fyrir Ísland, hvort sem gösprurum líkar það betur eða verr.").

Lögfræðiálit í hina áttina er hér með eftirlýst! Finnst slíkt?


mbl.is Fréttaskýring: „Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að láta Icesave lama Ísland?

Ef Icesave-samkomulagið verður að lögum, og öllum kröfum Breta og Hollendinga kyngt mótyrðalaust, þá er Ísland orðið að einu skuldsettasta og fátækasta ríki heims. Þetta eru engar ýkjur. Ef íslenska ríkið ákveður að þjóðnýta skuldbindingar Tryggingasjóðs innistæða á kostnað skattgreiðenda, þá munu Íslendingar ekki geta komið sér á lappirnar aftur næstu áratugina.

Á einum stað er spurt:

Ætli til sé það ríki í veröldinni, annað en Ísland, og til sú ríkisstjórn í veröldinni, önnur en sú sem hefur Samfylkinguna innanborðs, sem myndi láta sér koma til hugar að skuldbinda sig til að greiða öðrum ríkjum jafnvirði margra ára útflutningstekna, án þess að láta einu sinni reyna á réttmæti krafna hinna erlendu ríkja?

Nákvæmlega!

Einnig:

Hvar og hvenær skuldbatt íslenska ríkið sig til að standa skil á Icesave-ábyrgðunum? Er frumvarp ríkisstjórnarinnar ekki einmitt staðfesting þess að slík skuldbinding er ekki fyrir hendi? Ef þessi skuldbinding er í raun og veru til, þá þarf alþingi varla að skuldbinda landið aftur, eða hvað?

Nákvæmlega!

Það sem stendur eftir er: Þjóðnýting Icesave-skuldbindinganna er pólitísk ákvörðun, en ekki réttarfarsleg. Íslenskir skattgreiðendur skulda engum innlánseiganda í Bretlandi eða Hollandi krónu, nema hið íslenska ríki taki pólitíska ákvörðun um slíkt, amk í fjarveru dómsúrskurðs um slíkt. Lögfræðingar deila um þetta mál, af hverju ætti almenningur þá að verða einhuga um að kaffæra sér í skuldir einkafyrirtækis til næstu áratuga?


mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband