Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Fyrirsláttur kratanna
Hvenær ætla kratar að hætta þessum fyrirslætti og segja hreint út að þeir séu einfaldlega á móti öllum skattalækkunum?
Spurning dagsins tvímælalaust. Að vísu er "í lagi" að fara út í allskyns sértækar skattalækkanir að mati kratanna, til dæmis þeirri að lækka skatta á ákveðnar tegundir matvæla. Hugtakið "almennar skattalækkanir" eru hins vegar eitur í eyrum kratanna, sama hvað þeir tauta og raula. Þeir sem taka bara mark á dæmisögum og reynslu en hundsa rök og hugmyndafræði ættu meira að segja (og sérstaklega) að skilja það.