Ríkisstjórnin er hætt að hlusta

Forsætis- og fjármálaráðherra hafa fyrir löngu ákveðið að hætta að hlusta þegar kemur að Icesave-málinu. Pólitísk ákvörðun var tekin strax í byrjun árs um að kokgleypa hvað sem er sem skuldbindur íslenska skattgreiðendur til að taka á sig innistæðutryggingar vegna Icesave. Síðan þá hafa lögfræðingar, hagfræðingar og fleiri bent á ótal nýjar hliðar málsins. Síðan þá hafa eftirlitstofnanir tjáð sig um ýmis deilumál í kringum hrun íslenska bankakerfisins. Síðan þá hafa stoðir allra lagalegra raka gegn samþykkt Icesave-frumvarpsins styrkst, á kostnað annarra.

Allt ber að sama brunni: Skuldbindingar vegna Icesave eru ekki íslenskra skattgreiðenda.

En ríkisstjórnin er hætt að hlusta á lagaleg rök eða annað sem hald er í.  Samfylkingarmaður segir:

 "Það er morgunljóst að ef ekki verður gengið frá Icesave hefur Ísland (við) enga samningsstöðu í aðildarviðræðum um Evrópusambands aðild, sem er landi og þjóð lífsnauðsynlegt."

Icesave-málið er knúið áfram af pólitískum ástæðum, en ekki lagalegum eða öðru sem stendur á blaði.


mbl.is Önnur tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband