Iceslave.is gegn Icesave-klafa Samfylkingarinnar

Þó breska og hollenska ríkið telji sér trú um að þau eigi kröfu á íslenska ríkið, þá mun það engin áhrif hafa á íslenska hagsmuni. Alþjóðaviðskipti munu ganga eins og venjulega. Traust Íslands erlendis verður óbreytt. Hvorki Þýskaland né Tékkland hafa beitt hitt ríkið viðskiptaþvingunum þó mál súdeta-Þjóðverjanna hafi verið óuppgerð í hálfa öld.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að endurskoða efnahagsáætlun Íslands. Lánin frá svokölluðum frændþjóðum eru tekin að streyma í hús. Deilan um Icesave skiptir engu.

Nema hún gæti gert það á einum stað: Það er hugsanlegt að hún spilli fyrir Evrópusambandsumsókn Samfylkingarinnar. Sú er nú ástæðan fyrir því að Samfylkingin og bandingjar hennar, þingmenn Vinstrigrænna, ætla nú að leggja allt að þúsundmilljarða króna skuldbindingu á kynslóðir Íslendinga.

Hér er skýrt ágætlega frá því hvers vegna Samfylkingin vill að Íslendingar kokgleypi þúsund milljarða í skuldir sem koma íslenska ríkinu ekkert við. Og Vinstri-grænir taka þátt til að styggja ekki ríkisstjórnarsamstarfið. Alveg hreint nánast viðurstyggileg aðgerð gegn íslenskum almenningi sem verður vonandi hægt að afturkalla síðar meir, þegar öllu skárri ríkisstjórn er tekin við stjórnartaumunum.

Ég hvet alla til að taka þátt í fjármögnun minnisvarða um þá þingmenn sem kjósa með þessari fásinnu, eða sleppa því að kjósa gegn henni. ICESLAVE.IS er staðurinn.


mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram ísland berjumst fyrir réttlæti niður með ESB og Icesave.

Sigurður Haraldsson, 27.12.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það lítur út fyrir að sumir séu með það alveg á hreinu að Icesave-klúður fyrri ríkisstjórna og ruglið um að ganga í ESB sé eitt og sama málið. Ég get ekki skilið það.

Tökum sem þjóð ábyrgð á því sem græðgis-flokkar fyrri ríkisstjórna gerði í nafni þjóðarinnar.

Það er ekki búið að dæma í málunum en það mun verða gert. Við getum ekki bara verið Íslendingar þegar við höldum að á Íslandi séu peningar ræktaðir í bönkum út um allan heim, eða á tránum á Íslandi sem engin eru.

Við getum ekki verið með og á móti okkar þjóð eftir hentugsemi. Við þurfum að horfast í augu við að peningar koma raunverulega bara af því sem jörðin gefur. Einhversstaðar í hagfræði og lögfræðiheimum hafa þessi sannindi skolast til, því miður.

Mér finnst ágætt ef mitt nafn verður sett á steininn ykkar þegar búið er að safna fyrir þeim nauðsynjagrip því ég er hlynnt því að taka ábyrgð á gjörðum mínum og minnar þjóðar og  standa raunverulega við þá skoðun mína. Gerið líka stein fyrir þá sem eru á móti því að taka ábyrga afstöðu. Spyrjum svo að leikslokum hvað var rétt eða rangt.

Svo skulum við bara veiða fisk upp í skuldina og selja úr landi á meðan krónar er á hagkvæmu róli til þess. Þjóðin á nefnilega fiskinn en ekki útgerðirnar ef einhver skyldi hafa gleymt því mitt í allri lögfræði-viskunni. Kristinn Pétursson og Ólína Þorvarðard. geta útskýrt það betur fyrir þjóðinni. Þau hafa annars staðið sig með prýði í að kynna málin.

Ég vil alls ekki ganga í ESB en það er allt annar slagur og hann skal ég taka þegar þar að kemur. En það er ekki til umræðu núna. M.b.k. Ein með réttláta heimssýn

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður er Icesave notað sem lykill að ESB það er augljóst og drottin hann er dýr.

Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Ég minni á að Icesave-frumvarpið er lagt fram af núverandi ríkisstjórn, en ekki einhverri fyrri ríkisstjórn. Án þess frumvarps er skuld íslenska ríkisins vegna Icesave núll krónur. Með því: Þúsund milljarðar.

Geir Ágústsson, 28.12.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband