Marklaus populismi

Svandís Svavarsdóttir tilheyrir hópi stjórnmálamanna sem segja það sem vinsælast þykir hverju sinni og beitir ógnum og fagurgala til skiptis en leið og fína fólkið og fjölmiðlarnir eru farnir, þá gleymist hvert orð.

Þetta minnir svolítið á þann hnút sem viðræður um afnám tolla og viðskiptahafta hafa verið í í mörg ár. Allir segjast tilbúnir að skera á böndin og brjóta niður múrana, en eingöngu að því gefnu að allir aðrir geri það. Jú, vissulega eru tollar slæmir fyrir hvert hagkerfi, en á meðan aðrir grýta höfnina sína þá ætla ég líka að gera það. 

Nú er ég mikill stuðningsmaður þess að viðskiptafrelsi sé sem mest, og harður andstæðingur þess að eitthvað sé gert í allri CO2 taugaveikluninni, en ég sé ýmislegt sameiginlegt í "viðræðum" um hvort tveggja.

Af hverju lofar Svandís því ekki að Ísland muni kæfa allan iðnað á Íslandi, einhliða? Veit hún að innst inni sé þessi CO2 taugaveiklun bara nýjasta tískubólan og ekki þess virði að kasta hagkerfi sínu á bálið til að þóknast henni? Og hún sé þess vegna að lofa öllu því sem allir hinir eru að lofa,

að því gefnu að metnaðarfullt alþjóðlegt samkomulag í loftslagsmálum náist.

 Er það ekki kjarni málsins?

Lofaðu því sama og allir hinir (lægri tollar, minna CO2, fleiri peninga til sósíalískra þróunarlanda, osfrv.), en bættu því alltaf við að ekkert verði aðhafst nema "allir hinir" lofi að gera það sama, sem verður auðvitað aldrei raunin því það eru alltaf til smáatriði til að hengja sig á og tryggja þannig að engin samstaða náist.

Hver króna sem uppihald íslenskrar sendinefndar í Köben kostar er sóuð króna.


mbl.is Ísland minnki losun um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

Svandís er idiota completa! Maður á ekki að gera grín að fötluðum og því finnst mér ekki við hæfi að þú talir svona illa til hennar. Það er ljótt af þér.

Höfundur ókunnur, 18.12.2009 kl. 09:53

2 identicon

Svona yfirlýsingar eins og Svanhildar lýsa aðeins einu.

Heimsku!!!

Ísland hefur verið með rúmar losunarheimildir sökum "óviðráðanlegrar losunar" eldgosa og háhita-svæða.

Það að skerða losun okkar þegar fram í langvarandi kreppu horfir sýnir algjörn skort á vitsmunum.

Gagnaver fyrir Tortola-peninga, peninga sem Bjöggarnir stálu af þjóðinni bjarga okkur ekki.

Iðnaður gerir okkur betur til langs tíma. Þess fyrir utan er netsamband við útlönd ekki nægilega traust hér til að hýsa hér gagnaver.

Vinstri Grænir [í gegn] ættu að láta sér nægja að hafa rústað samningaviðræðum um Ice-save en þurfa ekki að binda Ísland og þess komandi kynslóðir í frekari vandræði!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 10:02

3 identicon

"Ísland væri tilbúið að taka á sig umtalsverðan niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda á komandi árum í samvinnu við önnur ríki. "

uuu... þetta samþykkti ég aldrei heimska kona!

Joseph (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 10:09

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki þetta orðbragð hér, vinsamlegast.

Geir Ágústsson, 18.12.2009 kl. 10:25

5 identicon

=D ,og hverngi förum við að því að minnka útblástur um 30%, sérstaklega þar sem við erum í kreppu og þurfum penning.

Gaman að þessu (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 10:32

6 identicon

sem verður auðvitað aldrei raunin því það eru alltaf til smáatriði til að hengja sig á og tryggja þannig að engin samstaða náist

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér - ég treysti Svandísi alveg til að semja okkur tilbaka í torfkofana og ánauðina, það virðist markmið hennar og föður hennar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 11:04

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Eins og ég segi, ég held að það sé enginn raunverulega að íhuga að fylgja eftur fagurgalanum í umhverfisráðherra. Hún vill bara vera memm í hópi fína fólksins, segja það sama, fá hrós fyrir, og fer svo heim og heldur áfram að drekkja framkvæmdum í pappírsflóði, pappírsflóðsins vegna, en ekki útblástursins vegna.

Geir Ágústsson, 18.12.2009 kl. 11:05

8 Smámynd: Höfundur ókunnur

Æj, fyrirgefðu. Hreinskilni er sárlega vanþakklát og yfirleitt túlkuð sem óréttlæti, sé orðum um hófstillt málfar beint til mín. Til gamans má benda á vikugamla grein sem þú hefur líklega líka séð sjálfur:

http://www.yr.no/nyheter/1.6903526

Höfundur ókunnur, 20.12.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband