Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Mun Magma draga í land?
Mun það koma einhverjum á óvart ef Magma Energy dregur í land og hættir við alla starfsemi/fjárfestingu á Íslandi?
- Ríflegt auðlindagjald verður lagt á fyrirtækið.
- Verið er að hækka skatta á fyrirtæki á Íslandi - hækkað tryggingagjald og auðlindagjald nú þegar í deiglunni, og væntanlega hækkandi skattar á fjármagnstekjur og hagnað fyrirtækja seinna meir.
- Gjaldeyrishöft plaga íslenskt atvinnulíf, og krónunni ekki leyft að aðlagast eftir hrunið.
- Íslenskir ráðherrar og þingmenn tala um erlenda fjárfesta eins og ræningja og þjófa.
- Umhverfisráðherra leggur stein í götu allra framkvæmda og beitir fyrir sér umhverfisvernd og sterku framkvæmdavaldi íslenskra ráðherra.
Landflótti ef hafinn á Íslandi og skatta á að skrúfa upp á þá sem eftir eru sem skapa verðmætin sem ríkið veitir niður í skuldahít og rekstur hins opinbera. Að Magma Energy nenni ennþá að ræða við yfirvöld kemur mér mjög á óvart. Að Magma dragi í land og hætti við allar fjárfestingar á Íslandi mun ekki koma mér á óvart.
Erum ekki að stela auðlindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hafðu ekki áhyggjur. Þeir fara ekkert. Það fer um mann ónotahrollur við að lesa það sem haft er eftir þessum siðlausa fjárplógsmanni, sem ætlar að notfæra sér erfiða stöðu þessa lands til að komast yfir þær auðlindir, sem hún á þó eftir. Fiskiðmiðin eru farin úr okkar eigu, hvað sem okkur kann að finnast um það, þýskir bankar og hálfþýsk fyrirtæki eins og Samherjasvínaríið eiga þau. Landsvirkjun komin undir hæl skuldheimtumanna vegna Kárahnjúkavitleysunnar sem framsóknarmenn stóðu fyrir.
Búri (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:41
Allir þeir sem í krafti eignarhalds taka arð af afurð sem aðrir vinna eru í eðli sínu arðræningjar. Kannski eru hluthafar Magma ekki að stela auðlindunum per se, en þau eru svo sannarlega (eins og allir þeir sem taka þátt í hlutabréfafyrirkomulaginu) að stela þeim arði sem auðlindirnar og vinnandi menn framleiða. Ef að Vinstri Grænir takast að flæma þessa aðilla burt þá er það vel að verki staðið, þó svo að forsendurnar þeirra um að styrkja eigin arðránsmaskínu (öðru nafni Ríkið) sé að vísu ekki þær forsendur sem ég hefði viljað sjá.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:54
Hvernig væri nú bara að sleppa því að segja, "ekkert erlent fjármagn má ávaxtast á Íslandi", og segja hreint út, "ekkert erlent fjármagn til landsins"?
Geir Ágústsson, 11.11.2009 kl. 18:44
Ég hefði ekkert á móti því að sjá erlenda fjárfestingu hér á landi (og sé lítinn mun á erlendri fjárfestingu og t.d. fjárfestingu íslenskra auðmanna sem búa erlendis og borga litla sem enga skatta).
En Magma lyktar illa, og það hefur lítið verið gert til að hreinsa loftið í kringum þá. Af hverju buðum við þeim ekki bara svipaðan díl og sambærileg fyrirtæki eru að slást um erlendis...?
Einar Jón, 12.11.2009 kl. 09:39
Öfugt spurt: Af hverju eru ekki fleiri fyrirtæki að slást um að fá að nýta auðlindir Íslands?
En já þetta með að ríkið sé að lána til að Magma geti keypt af sér eigin fyrirtæki (rétt skilið?), ef það er díllinn, er auðvitað fjárhættuspil með fé skattgreiðenda og ætti ekki að líðast.
Geir Ágústsson, 12.11.2009 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.