Hundurinn eltir eigið skott

Danska velferðarkerfið á undir högg að sækja. Í áratugi hefur það verið galopin peningakista fyrir þá sem geta ekki unnið, vilja ekki vinna, nenna ekki að vinna eða fá enga vinnu. Verðlaunað er það að hafa ekki vinnu, og svo ríflega refsað fyrir að sjá ríkinu fyrir skatttekjum.

Einn angi af þessu er staða innflytjendamála í Danmörku. Hér eru heilu hverfin, full af nánast atvinnulausi fólki sem kennir Dönum um ófarirnar í lífi sínu. Heilu kynslóðirnar hafa alist upp á ríkisspenanum, og getið af sér kynslóðir eirðaleysis og félagslegs óróa.

Rétt lausn er auðvitað bara sú að loka á spenann, eða gera aðgengi að honum mun erfiðara. Röng lausn er að auka enn flækjustigið með því að múta fólki fyrir að yfirgefa heimili sín í Danmörku og snúa aftur til lands sem í mörgum tilvikum er ekki sama landið og viðkomandi einstaklingar komu frá (meint þannig að margt er búið að breytast í eitthvað óþekkjanlegt).

Íslenska stefnan hefur verið sú að vinnufært fólki vinni, og öðrum sé hjálpað, en eingöngu á mjög hófsaman hátt. Pólverjar koma til Íslands, vinna, og fara. Þeir sem vilja vera eftir gera það á eigin frumkvæði, og á meðan þeir hafa tekjur. Sumir læra tungumálið, bæta við sig reynslu og þekkingu, og fara hvergi. Og allt í lagi með það. Af mörgum mismunandi kerfum sem eru í gangi víðsvegar um Evrópu, þá er þetta sennilega eitt það skásta. 

Danska leiðin er örvæntingarfullt útspil til að bæði halda í kökuna (velferðarkerfið) og borða hana. Bless hafsjór af fé skattgreiðenda til að losna við nokkrar sálir sem urðu háðar hafsjó af fé skattgreiðenda.  Hundurinn eltir eigið skott. Það gerir danska velferðarkerfið líka.


mbl.is Danir bjóða innflytjendum fé fyrir að snúa heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband