Bless Bónus, halló Gíslus

Gísli Tryggvason, svonefndur "talsmaður neytenda", segir að nú sé tækifærið til að "endurskipuleggja smásölumarkað". Með öðrum orðum, að ákveða fyrirfram hvað sé besta fyrirkomulag smásölumarkaðs með tilliti til "hagsmuna neytenda".

Stór orð, svo ekki sé meira sagt. Ég hef samt nokkrar spurningar fyrir hann:

  • Hefur hann reynslu af rekstri smásöluverslunar á Íslandi? Ef ekki, á hvaða grunni ætlar hann að byggja "endurskipulagningu" sína? Ef hann hefur slíka reynslu, hvar var hann þá að reka smásöluverslun, og hvernig gekk sá rekstur? Væntanlega vel, úr því hann telur sér fært að "endurskipuleggja" smásölumarkað.
  • Gæti hugsast að meintur "skortur á samkeppni" sé að einhverju leyti tengdur því að það er mjög dýrt að koma inn á smásölumarkað á Íslandi? Ríkið tekur stóran bita af hverri seldri vöru til sín, leggur á hafsjó skilyrða og reglugerða fyrir rekstri smásöluverslunar, innheimtir tolla, skatta og ýmislegt fleira af allri vöru sem ferðast inn í og um landið, og fleira af slíku tagi. Væri kannski ráð að líta á þessa hluti áður en embættismannavaldið er sett í gang með "endurskipulagningu" sína?
  • Hagnaður af smásöluverslun á Íslandi er ekki mikill, sem hlutfall af veltu smásölumarkaðar. Væri e.t.v. ráð að líta á ástæður þess, áður en embættismannavaldið er sett í gang með "endurskipulagningu" sína?
  • Gísli Tryggvason virkar á mig eins og einlægur og duglegur embættismaður sem brennur fyrir málstað sinn. En gæti verið, Gísli, að þú sért að einblína um of á endaniðurstöðuna ("of hátt verð til neytenda"), en gleyma um leið orsökum hennar?

Á frjálsum markaði er það nú svo að ef einhver er að græða meira en "venjulegt" getur talist, þá laðar það að fjárfesta sem með nýjum aðferðum og hagstæðara rekstrarfyrirkomulagi ná að græða aðeins minna, en nóg samt til að réttlæta fjárfestinguna í rekstri sínum. Þetta er hagfræði 101. Nú finnst mér að menn séu svolítið að velja krókaleiðina fram fyrir beinu leiðina og reyna að skoða allt út frá sjónarhóli reglugerða frekar en neytendavals. Er það algalin hugsun?


mbl.is Tækifæri til að auka samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei elskan

eyjan (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband