Að spila með liðinu

Ögmundur Jónasson er núna í mjög erfiðri stöðu. Hann vill að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri-grænna lifi, en er um leið ósammála forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, og annarra í forystu stjórnarflokkanna, um stórt mál. Hann þarf því að gera upp á milli þess að vera með í liðinu, eða sitja hjá. En lætur sér ekki detta í hug að kjósa gegn, að ég held.

Fyrir nokkrum árum sat á þingi ung kona, Dagný Jónsdóttir, sem var sennilega í svipaðri stöðu. Á dagskrá var ákveðið þingmál. Hún ákvað að sitja ekki hjá í máli þar sem hún var ósammála ríkisstjórnarfélögum sínum, heldur kjósa með. Hún útskýrði afstöðu sína á eftirfarandi hátt:

Það sem mér þótti skrítið var að stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem hana ritaði virðist ekki gera sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði. Meirihlutinn hefur lagt fram tillögur til fjárlaga og fjáraukalaga og þar eru t.d. aukin útgjöld til menntamála.

Fyrir þessi ummæli sín var ráðist á hana úr öllum áttum, þá sérstaka úr átt stjórnarandstöðu þess tíma. Stóru orðin voru ekki spöruð, og hin unga þingkona dró sig úr stjórnmálum.

Núna er öldin önnur. Núna ætlast formenn ráðandi flokka til þess að þingmenn sínir sýni skilyrðislausa hlýðni. Athyglisvert? Í raun ekki. Ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst eitt grundvallaratriði að leiðarljósi: Að halda velli. 

Á einum stað var ríkisstjórninni lýst á eftirfarandi hátt, og læt ég þau orð vera mín lokaorð á þessari færslu:

Til er hundakyn, sem menn rekast stundum á í útlöndum, sem hefur það sérkenni helst að vera svo loðið að ekki sést nema við nákvæma skoðun hvað snýr fram og hvað aftur á dýrinu. Dýrið sjálft getur þó auðveldað lausn gátunnar með því að hreyfa sig. Má þá slá því föstu að hausinn sé í þá áttina, sem hreyfingin er.

Einhverra hluta vegna minnir þetta hundakyn mjög á íslensku ríkisstjórnina.


mbl.is Gefur ekki upp Icesave-afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir eru kafloðnir þessa dagana, vinstri grænir.

Ragnhildur Kolka, 1.11.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband