Lausnarorðið er FRELSI

Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir.

lausnarordid_er_frelsi.jpgAlltaf gaman að vitna í sjálfan sig. Þá sérstaklega nú til dags, þegar andstæðingar ríkis"lausna" Steingríms J. og Össurar Skarp. eru sífellt spurðir hvað þeir vilja "gera", ef ekki má þjóðnýta öll fyrirtæki sem fara á hausinn, skuldsetja skattgreiðendur á bólakaf 100 ár fram í tímann og framselja fullveldið til Brussel.

Svarið er: Hvað sem er, af hverjum sem er, sem gengur upp á hinum frjálsa markaði.


mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband