Lágtekjuskattar hækka

Vinstrimenn hækka núna lágtekjuskatta á Íslandi, þvert á öll loforð. Eða hvað eru áfengis- og tóbaksgjöld annað en lágtekjuskattar? Ekki lætur hátekjufólk sig muna um 15% hækkun á varningi sem vegur e.t.v. ekki meira en 1-5% af heimilisútgjöldum þess. Lágtekjufólk sem reykir (og hættir því alls ekki þegar kreppir að), fær sér áfengi inn á milli til að slaka á taugunum, og mun ekki geta fórnað þessum varningi, fær fullan skell hækkana á lágtekjusköttum í andlitið. Nema þá auðvitað að smyglarar og heimabruggarar komi til bjargar.

Þetta er nánast fjandsamleg skattahækkun. Fyrirlitning, hroki og yfirgangur. Ógeðfellt. 

Steingrímur J. - konungur hræsninnar.


mbl.is Mjög óvinsælar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég er 100% sammála þér...

Einar Jón, 29.5.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband