Mánudagur, 11. maí 2009
Vantar ekki eitthvað í þessa yfirlýsingu?
Jóhanna Sigurðardóttir er í fyrsta skipti, að mér vitandi, að segja eitthvað um innihald hins svarta kassa sem hin nýja ríkisstjórn er. Hún segir: "Við ætlum ekki að... [bla bla] auka hlutdeild skatttekna af vergri þjóðarframleiðslu."
Með þessu gæti hún alveg eins hafa sagt eitt af eftirfarandi:
- Við ætlum að sjúga seinustu krónurnar úr vösum þeir sem við köllum "ríka", og ekki auka skattsogið á þá sem við köllum "fátæka" (allir Íslendingar?)
- Við ætlum ekki að örva hagkerfið í núverandi eða lítið breyttu skattkerfi með því að lækkandi skatthlutföll skili meiri skatttekjum, eins og sú skattstefna sem seinasta ríkisstjórn Sjalla notaði til að þenja út hið opinbera gekk út á
- Við ætlum ekki að lækka skattbyrðina, heldur reyna að hliðra henni til, með fyrirséðum en hunsuðum afleiðingum
- Við lofum að skattbyrðin lækki ekki frá því sem var áður en Stefán Ólafsson Excel-reiknaði sig fram í að lækkandi skatthlutföll hækkuðu skattbyrðina, án þess að taka með í reikninginn mismunandi skattbyrði á mismunandi "tekjustofna" ríkisins
Jóhanna segir, með öðrum orðum, ekkert sem hönd er á festandi.
Tek gjarnan við leiðréttingum á túlkununum mínum á hennar orðum. Orðið er laust, nafngreint eða nafnlaust.
Skattar svipaðir og 2005-2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í síðustu þjóðhagsspá fjármálaráðuneytsins er því spáð að verg landsframleiðsla verði rúmlega 1.500 milljarðar króna. 33% af því eru 500 milljarðar. Þessum skatttekjum verður ekki náð án þess að breyta skattalögum.
Leifur (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:31
Jaeja Geiri minn...ef ég get túlkad thetta fyrir thig aetlardu thá ad hafa samband vid forsaetisrádherra og koma thínum skodunum á framfaeri vid hana?
Hvada not hefur thú af thesskonar túlkun? Á thjódin kannski ad treysta thér fyrir einhverju?
Nei, nei elsku kallinn minn...horfdu bara á Star Trek kvikmyndir og hafdu engar áhyggjur af thessu.
Ert'ekki hress?...HA..ERT'EKKI HRESS ELSKU KALLINN MINN? THETTA REDDAST!!
THETTA REDDAST!!
kARPmUNdur (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:39
Ég vildi bara óska að íslendingar hættu að stela frá sjálfum sér með því að svíkja undan skatti. Á meðan við teljum það í lagi að selja og kaupa vöru og vinnu svart, þá eigum við ekki skilið annað en hækkaða skatta.
merkúr (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:41
Karpmundur hér að ofan á eitt súrrealískasta innlegg á moggabloggið sem sést hefur í lengri tíma. Þá er virkilega mikið sagt. Það besta er að eiginlega er ekki hægt að greina á milli hvort honum sé alvara eða ekki og hvað hann er að meina er öllum hulin ráðgáta.
jeje (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:24
Leifur,
Getur þú lesið út úr yfirlýsingu Jóhönnu hvernig hún ætlar að breyta skattkerfinu? Ég get það a.m.k., og ef undan er skilið skemmtagildi athugasemdanna hérna þá er ekki mikið úr þeim að hafa til að hjálpa mér að skilja hvað Jóhanna ætlar sér að gera.
Geir Ágústsson, 12.5.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.