Mánudagur, 4. maí 2009
Völvuspá Geirs: Annar hluti - VG kokgleypir
Um daginn skrifaði ég færslu þar sem ég reyndi að sjá fyrir um atburði komandi vikna og mánaða. Fyrsti punkturinn var:
- Flokkarnir sættast á að vera sammála um að verða að dæmigerðri vinstristjórn, og um að vera ósammála um ESB
Ekkert skrýtið eða óvænt við það miðað við ummæli þingmanna flokkanna fyrir kosningar, stefnuskrár þeirra, landsfundarályktanir þeirra og orð allra meðlima beggja flokka seinustu mörgu ár.
Annars punkturinn var svo:
- Þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin, fljótlega, um "aðildarviðræður að ESB" (með feitletrun á "viðræður" og að hvergi sé talað um "umsókn")
Hér virðist mér hafa skjátlast, og stórkostlega hafa ofmetið Vinstri-græna. Ég hélt að þeir gætu a.m.k. sveigt Samfylkinguna í átt að því að kjósa fyrst um að hefja aðildarviðræður, og fá þannig gálgafrest á aftöku skoðana sinna, og sækja svo um, en nei - VG lúffar algjörlega og hendir sér beint í að hefja aðildarviðræður (samrunaviðræður réttara sagt), og gefa svo færi á að kjósa um svokallaðar niðurstöður þeirra.
Vinstri-grænir hugsa sennilega með sér að slíkar viðræður muni varla hefjast fyrr en í haust, að þær muni taka langan tíma, að þegar niðurstöður þeirra eru orðnar ljósar þá sé komið góðæri á Íslandi á ný, og að gamalgróin andstaða landsmanna um inngöngu sé þá endurnýjuð.
Nú eða að Vefþjóðviljinn hafi hitt naglann beint á höfuðið þegar hann skrifaði: "Meðal vitlausra aðgerða í íslenskum stjórnmálum undanfarið, var þegar ungir vinstrigrænir fengu landsfund til að samþykkja að fara í vinstristjórn en ekki hægri. Það eina sem þeir fengu upp úr þessari snilld, var að hafa enga samningsstöðu gagnvart Samfylkingunni."
Er samt ekki í vafa um að þriðji punktur minn sé kórréttur með smá aðlögun að nýjustu atburðum:
- Öllu púðri verður eytt til að ýta niðurstöðu þeirrar kosningar yfir 50% markið. Sjóðir Samfylkingar tæmast, öll ESB-hlynnt samtök og allir fjölmiðlar virkjaðir. Andstæðingar ESB-aðildar reyna að koma sínum málstað að líka, auðvitað, en hafa ekki allar stóru fréttastofurnar á sínu bandi, svo það verður á brattann að sækja
Sjáum hvað setur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Olli Rehn gefur eflaust sína vinnu frítt.
Hann verður í Speglinum þriðja hvern dag og býður Ísland velkomið í Paradís.
Ragnhildur Kolka, 4.5.2009 kl. 21:06
Já sjálfsagt rétt.
"Hin" verkefnin hans eru Serbía, Króatía og Albanía, og sennilega eitthvað minna fyrir ESB að mjólka til dauða þar en ein gjöfulustu fiskimið heims.
Geir Ágústsson, 4.5.2009 kl. 21:39
Hvernig fór með spá þína um að Kolbrún yrði áfram ráðherra?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 01:54
Óli,
Alveg út í buskann, sýnist mér. SVG stjórninni tókst samt að toppa þau spámistök mín:
Ekki að ég sé einhver aðdáandi "að sitja lengi jafngildir ráðherrastól", en Þuríður hlýtur að hugsa sinn gang, og einhver hlýtur að hugsa sinn gang varðandi ástæður þess að skipa í ráðherradóm nýliða úr sveitarstjórn í ráðherrastól, framyfir Alþingismann til einhverra ára.
Meira að segja Sjallar, sem mótmæltu með þögn ráðherradómi Guðlaugar Þórs, Sjalla.
Geir Ágústsson, 11.5.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.