Heimilt að verðtryggja, heimilt að sleppa því

Athyglisvert útspil hjá Landsbanka íslenska ríkisins (LÍS) að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán (hvað með einbýlishúsalán?). Með því að skoða kjörin er hægt að skyggnast inn í framtíðina þegar og ef lögbann verður sett á verðtryggingu á Íslandi.

Lögbann segi ég, því það er engin skylda að verðtryggja lán. Það er heimilt á ákveðnum forsendum (sjá þessi lög, 14. gr.). Nú ákveður LÍS að sleppa því að nota þessa heimild, en sér því miður ekki ástæðu til að sjá útlán sín brenna upp í verðbólgubáli og hefur vextina því breytilega. Nema lögbann verði einnig sett á breytilega vexti, þá er hið nýja útspil það sem koma skal í umhverfi lögbanns á verðtryggingu.

Það er vonandi að háværar raddir um svokallað "afnám" verðtryggingar þagni núna, eða aðlagi sig að breyttum aðstæðum (en beiti sama skorti á skynsemi) og byrji að heima lögbann á sveigjanlega vexti líka, og jafnvel heimta lögbundið vaxtaþak, sem vitaskuld mun bara leiða til þess að allir sjóðir á Íslandi sem eiga útistandandi lán þurrkast upp, nema yfirvöldum takist að koma böndum á aukningu peningamagns í umferð (verðbólgu, sem gjarnan er ranglega skilgreind sem hækkandi verðlag).


mbl.is Landsbankinn býður óverðtryggð íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband