Þriðjudagur, 10. mars 2009
Ögmundur Jónasson um 'málþóf'
Það eru umdeildu málin sem kalla á athygli. Langar umræður á Alþingi eru einmitt oftar en ekki tilraun til að ná eyrum þjóðarinnar í málum sem stjórnarandstaðan telur skaðleg og brjóta í berhögg við þjóðarvilja.
Annað veifið heyrast þær raddir að banna eigi þingmönnum að hafa langt mál um slík mál. Það væri mikið óráð. Eða vilja menn virkilega að kæfa stjórnmálaumræðu í landinu? Þöggun á þingi myndi vera skref í þá átt.
Texti héðan.
Er komið nýtt hljóð í skrokkinn? Hvað má tala í margar mínútur um mál til að geta talað um "málþóf"? Hvað töluðu VG-liðar lengi um Kárahnjúkavirkjun, RÚV ohf., vatnalögin og einkavæðingu bankanna, svo dæmi séu nefnd? Hvað hafa Sjálfstæðismenn talað lengi um breytingar á sjálfum stjórnskipunarlögunum? Fjölmiðlar mættu gjarnan grafast fyrir núna, svo hægt sé að leggja mat á orðaskak þingmanna. Án þessara upplýsinga er erfitt að gera upp hug sinn, enda finnst sitt hverjum um mikilvægi langra ræðuhalda yfir tómum þingsalnum.
Fjórða stigs málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sindri Guðjónsson, 12.3.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.