Mánudagur, 9. mars 2009
Óska hér með eftir fréttum um:
Er ekki eins og Sigríður [Á. Andersen] segir orðið alveg útséð um að fréttamenn sjái eitthvað athugavert við samfylkingarlýðræði vinstriflokkanna.
Já og hvaða fjölmiðill ætlar að segja frá því hvaða þingmaður græddi mest á eftirlaunafrumvarpinu?
Og hvaða fjölmiðill ætlar að benda á falsrök Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir seðlabankastjórafrumvarpinu?
Og hvaða fjölmiðill ætlar að rifja upp verðlaunaveitingu Gylfa Magnússonar til Kaupþings, fyrir öran vöxt og öfluga útrás?
Texti tekinn héðan. Fjölmiðlamönnum leiðist greinlega mikið þessa dagana miðað við fjöldann af prófkjörsframboðum sem eru settar á forsíður fréttamiðlanna. Hví þá ekki að nýta tímann og grafa aðeins í fyrri orðum og gjörðum ýmissa háttvirtra þingmanna og ráðherra, og bera saman við fagurgala og lofræður um sjálfa sig? Slíkt hefði a.m.k. mikið skemmtanagildi, fyrir utan að vera gott aðhald fyrir hóp manneskja sem þjáist af lélegu langtímaminni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
Kannski vert að taka það fram að Kaupþing fékk þessi verðlaun í apríl 2005, sem þýðir væntanlega að nefndin hefur verið starfandi í upphafi árs 2005. Vitanlega kemur það hvergi fram í grein Andríkis enda væri þetta ekki jafn djúsí þannig!
Flest annað í þessari grein, og öðrum greinum á Andríki, er bara hinn endinn á þessum sandkassaleik á milli hægri og vinstri.
Þetta virðist allt saman ganga út á að vera með áróður og villa um fyrir kjósendum. Áróðurinn kemur úr öllum áttum svo það sé á hreinu.
Andri Valur (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:44
Vefþjóðviljinn segir "nokkur misseri" sem hlýtur að þýða a.m.k. 2 ár ef ekki 3 eða 4 eða 5, en jú hefði verið gott að hafa nákvæmt ártal með í greininni. "Nice to have, not need to have", svokallað.
Og hvað? Ekkert athyglisvert við að fólk tali endalaust í kross og það sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar? Ef þú vilt ekki hvetja fjölmiðlamenn til að grafa slíkt upp, hvað eiga þeir þá að gera? Tilkynna nýjustu lottótölurnar samviskusamlega og fara svo heim?
Boðskapur þinnar athugasemdar er: "Að benda á eitthvað sem þér persónulega finnst ekki athyglisvert, hver svo sem ástæða þess er, er 'sandkassaleikur', og ekki mikilvægt að eyða púðri í, miðað við það sem púðri er eytt í í dag."
Þú um það. Ég er ósammála.
Geir Ágústsson, 10.3.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.