Sunnudagur, 7. september 2008
Má þá byrja að framleiða rafmagn aftur?
Rafmagnsfarartæki eru snyrtileg farartæki fyrir hinn almenna notandi (sem kemur hvergi nærri kvikasilfurleðjunni í rafhlöðum þeirra). Engin ástæða til að fara á illa lyktandi bensínstöðvar - hægt að stinga í samband heima hjá sér ef út í það er farið og heyrist varla annað en veghljóð þegar þeim er ekið. Þegar allir helstu bílaframleiðendur byrja að keppast um væntanlegan markað um rafmagnsbíla má líka eiga von á hraðri þróun sem kannski leiðir fljótlega til þess að rafmagnsbílar verða álitlegir á þjóðvegum en ekki bara á bæjarvegum þar sem hraðinn má ekki vera mikill.
Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaðan rafmagnið á að koma. Úr fallvatnsvirkjunum? Kjarnorkuverum? Kolaverum? Á kannski að þekja stór svæði með vindmyllum (sem eru leystar af með öðrum orkuverum þegar lognið eða stormurinn stendur yfir)? Eða framleiða sólarpanela í stórum stíl? (Þá þarf mikið rafmagn til að vinna kísilinn sem þarf í þá!) Svo virðist sem svo gott sem allar tegundir orkuvera séu komnar á bannlista græningja og það eru slæm tíðindi fyrir þá sem dreymir um að aka um á rafmagnsbíl án þess að tæma veskið við hverja hleðslu (sem er t.d. raunin í Danmörku þar sem rafmagn er gert dýrt með m.a. framleiðsluhöftum og CO2-gjaldi).
Rafmagnsbílar eru freistandi framtíðarsýn. Fyrst þarf samt að finna leið til að þagga niður í andstæðingum orkuframleiðslu, hvaða nöfnum þeir nú nefnast (Al Gore og Steingrímur J. og slíkir menn).
Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaðan rafmagnið á að koma. Úr fallvatnsvirkjunum? Kjarnorkuverum? Kolaverum? Á kannski að þekja stór svæði með vindmyllum (sem eru leystar af með öðrum orkuverum þegar lognið eða stormurinn stendur yfir)? Eða framleiða sólarpanela í stórum stíl? (Þá þarf mikið rafmagn til að vinna kísilinn sem þarf í þá!) Svo virðist sem svo gott sem allar tegundir orkuvera séu komnar á bannlista græningja og það eru slæm tíðindi fyrir þá sem dreymir um að aka um á rafmagnsbíl án þess að tæma veskið við hverja hleðslu (sem er t.d. raunin í Danmörku þar sem rafmagn er gert dýrt með m.a. framleiðsluhöftum og CO2-gjaldi).
Rafmagnsbílar eru freistandi framtíðarsýn. Fyrst þarf samt að finna leið til að þagga niður í andstæðingum orkuframleiðslu, hvaða nöfnum þeir nú nefnast (Al Gore og Steingrímur J. og slíkir menn).
Ráðstefna um byltingu í rafmagnssamgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alveg gegnsýrður af því að vera á móti þeim sem setja spurningarmerki við útsölu á rafmagni.
Það er bara reikningsdæmi hvort virkjanir borgi sig og þá má setja umhverfisþáttinn inn í jöfnuna. Ef við getum gert landið sjálfstæðara orkulega séð og minnkað þörf okkar fyrir olíu þá væri mjög mikilvægt fyrir okkur í heimi þar sem olía spilar svo stóra rullu.
Það er því gott að eiga nokkra virkjunarkosti eftir þegar tæknin mun leyfa okkur að nota rafmagn í stað olíu. Það væri verra ef allt rafmagnið væri frátekið fyrir álver.
Vertu svo gagnrýnni á sjálfan þig þegar þú gagnrýnir þá sem setja spurningarmerki við útsölu á rafmagni. Heldurðu í alvörunni að Al Gore sé andstæðingur orkuframleiðslu?
Björn Sighvatsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 15:02
Get ekki séð að margir séu á móti orkuframleiðslu sem slíkri, meira að henda ekki allri þessari orku sem við erum að framleiða í álver á tobóluverði.
V (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 15:04
Hvaða útsala er á rafmagni? Ekki vildi sólarrafhlöðukompaníið byggja upp í Þorlákshöfn þótt vinnuaflið hafi fallið um 35-40% í verði. Rafmagnsverðið náði ekki að heilla.
Frasar um gjafa rafmagn til stóriðju standast enga skoðun.
Tryggvi L. Skjaldarson, 7.9.2008 kl. 17:35
"Get ekki séð að margir séu á móti orkuframleiðslu sem slíkri",
segir v. Nei, þeir eru kannski ekki ýkja margir, en þeir eru svakalega háværir. Ef einhvers staðar á að virkja, þá er verið að fórna ómetanlegum verðmætum og Tryggvi L.hittir naglann á höfuðið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 22:34
Einfaldasta leiðin til að skera úr um arðsemi virkjunar og rétt verð á rafmagni er að koma stjórnmálamönnum út úr myndinni. Látum okkur svo sjá til hvort land seljist til að drekkjast eða til að ríkir ferðamenn geti gengið um það gegn gjaldi.
Raunin er sú að hvers konar rafmagnsframleiðsla mætir iðulega mótmælum. Græningjar mótmæla lónum, borholum, kjarnorku, kolum og olíu (m.ö.o. öllum tegundum hagkvæmrar orkuframleiðslu m.v. núverandi tækni). Venjulegt fólk vill ekki hafa risastórar vindmyllur í nágrenni sínu. Sólarorka krefst mikils lands og orkuver sem nýta hana eru rándýr í smíði.
Ég dáist svo sannarlega að þeim sem eiga kristalkúlur sem þeir kíkja í og vilja svo hvað eigi að gera eða ekki að gera miðað við óþekktar forsendur og annan heim mörg ár fram í tímann. Sjálfur hef ég samt ekki hugrekki til að ráðskast með eigur annarra út frá slíkum spádómshæfileikum.
Geir Ágústsson, 7.9.2008 kl. 22:36
Geir - ef öll heimili á Íslandi fengju sér rafmagnsbíl væri auka-rafmagnsnotkunin svipuð og ef allir fengju sér eins og eina þvottavél. Rafmagnsbílar nota ekki nærri því jafn mikið rafmagn og margir virðast halda.
Ætli eins og ein Kárahnjúkavirkjun gæti ekki knúið nær allan bílaflotann, ef allir skiptu yfir í rafmagnsbíl.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 09:50
Bragi,
Ljómandi fyrir Íslendinga og örfáar aðrar hræður á Jörðinni þar sem raforku er hreinlega hægt að framleiða á ódýran hátt.
Ef ég byggi t.d. í Reykjavík og gæti keypt mér rafmagnsbíl sem kemst upp Breiðholtsbrekkuna í hálku án þess að stoppa umferðina þá sæi ég sjálfsagt ekkert því til fyrirstöðu að losna við bensínverðið og skipta yfir í rafmagn. Forendan er sú að raforkan verði ennþá ódýr þegar búið er að setja stopp á framleiðsluaukningu nema til þeirra sem eru vel tengdir í pólitík.
Geir Ágústsson, 8.9.2008 kl. 20:37
Æ, ertu dreifari, Geir? Ég samhryggist (-:
Reyndar eru rafmagnsbílar brillíant lausn, sérstaklega fyrir stærri plássin úti á landi - Ísafjörð, Akureyri, Egilsstaði og svo framvegis. Ein væn brekka á hverjum stað og nokkurra kílómetra akstur á dag.
Ég keyri Breiðholtsbrautina daglega og stöðva aldrei rafmagn. Það er helst að spólandi bensínbílar hefti *mína* för í vetrarfærð.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:38
Bragi,
Nei, ekki dreifari heldur Íslendingur búsettur erlendis.
Ég skil ekki alveg frásögn þína frá Breiðholtsbrekkunni en gott og vel, sjálfsagt geta rafmagnsbílar komist upp Breiðholtsbrekkuna þótt vetnisstrætóarnir hafi ekki getað það. Næst er bara að sanna það fyrir almenningi, sem þrátt fyrir að lesa fréttir um fyrstu opnun skipaleiðar í kringum Norðurpólinn síðan á fyrri hluta aldarinnar heldur áfram að kaupa bensíndrifna bíla.
Geir Ágústsson, 9.9.2008 kl. 21:59
Það var ekki nema von að þú skildir mig ekki. Að ég stöðvi aldrei rafmagn??? Meinti náttúrulega að ég tefji aldrei umferð. Ég var greinilega orðinn eitthvað steiktur þegar ég skrifaði þetta.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.