Ríkisvaldið þenur sig út í 'andstreyminu'

Án þess að roðna né stama þá segir forsætisráðherra eyðslusömustu ríkisstjórnar Íslandssögunnar blákalt: "Full ástæða er til að hvetja heimilin í landinu til að sýna aðhaldssemi og það rétt er að halda því til haga að í verðbólgu er fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir og leggja fé til hliðar."

Er manninum alvara? Á meðan heimilum landsins er sagt að herða sultarólina og kyngja því sem þeim er rétt þá gorta þingmenn stjórnarflokkanna yfir óstjórnlegu eyðslufyllerí hins íslenska ríkis og klappa sjálfum sér duglega á bakið fyrir stjórnlausan vöxt hinnar óseðjandi ríkishítar. Tónlistarhallarkvikindið rís ennþá á miklum hraða við Reykjavíkurhöfn, jarðgöng eru teiknuð sem aldrei fyrr, eftirlitsstofnanir ríkisins kvarta hástöfum yfir ónægu fjármagni til afskiptasemi sinnar af friðsömum borgurum, sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sturta fé í marklausan strætisvagnaakstur, Ólafur Ragnar Grímsson tekur enn eina heimsreisuna á reikning skattgreiðenda, og svona mætti mjög mikið og lengi telja

Geir H. Haarde og raunar þingheimur allur - lítið ykkur nær! 


mbl.is Forgangsverkefni að tryggja fulla atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er maðurinn (G.H.H.) hálfviti? Ég bara spyr. Hvernig í fo... ands... á venjulegt fólk á lágum launum að geta borgað niður skuldir, þegar það á varla fyrir matnum ofaní sig og brýnustu nauðsynjum. Hvað þá heldur að geta lagt fyrir.  Hann hlýtur að halda að verkalýðurinn sé á þingmannalaunum.

Orðlaus (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ráð Geir H. Haarde eru góð svo langt sem þau ná. Hann er hins vegar ekki að fylgja þeim sjálfur þegar kemur að rekstri ríkissjóðs - sjóður sem mætti gjarnan draga sig saman um tugi prósenta og lækka skatta sem því nemur (og jafnvel meira en það) og þá getur venjulegt fólk nýtt aukið fjárhagslegt svigrúm (frá skattstjóra) til að greiða skuldir og leggja fyrir.

Geir Ágústsson, 2.9.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Alveg rétt hjá þér Geir.

Sindri Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband