Miđvikudagur, 27. ágúst 2008
Kaupmannahafnarborg gćti gefiđ bin Laden hús
Norđmenn og Svisslendingar sem vilja "viđrćđur" viđ hryđjuverkasamtök Osama bin Laden (ef hann er ţá ennţá á lífi) ćttu ađ lćra af reynslu Kaupmannahafnarborgar. Hér í borg eyddu hin svokölluđu "ungmenni" mörgum mánuđum í ađ eyđileggja götur og eignir borgarbúa og verslunareigenda međ íkveikjum, veggjakroti og götustríđum viđ lögregluna til ađ sannfćra Kaupmannahafnarborg um ađ "gefa" ţeim eins og eitt hús, án ţess samt ađ vilja ađ borgin eđa borgarbúar gćtu haft eitthvađ um starfsemi í slíku húsi ađ segja.
Borgaryfirvöld gáfu eftir og brenndu vćna hrúgu af fé skattgreiđenda til ađ verđa viđ kröfum skemmdarvarganna. Ekki ađ "ungmennin" hafi skort fé - ţeir sem sýndu málstađ ţeirra samúđ voru fyrir löngu búnir ađ safna saman mörgum milljónum danskra króna til ađ kaupa eins og eitt stykki hús, en ţađ vildu "ungmennin" ekki. Húsiđ varđ ađ vera greitt af skattgreiđendum af algjörum hugsjónaástćđum, og á endanum beygđu veikgeđja sveitastjórnarmenn sig í duftiđ og neyddu alla til ađ greiđa fyrir áhugamál og vistarverur fárra.
Norđmenn og Svisslendingar geta e.t.v. bođiđ bin Laden ađstöđu í nágrenni hins nýja ungmennahúss í Norđ-vestur hverfi Kaupmannahafnar, íbúum svćđisins til ama og ótta, en skítt međ ţá (ţeir mótmćla bara friđsamlega og slíkt telst ekki međ lengur).
Norđmenn reiđubúnir til viđrćđna viđ bin Laden | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Athugasemdir
Bin Laden. Já hann minnir mig nú alltaf svoldiđ á Jesú svona á myndum! Ég er farin ađ halda smá međ honum líka,gaman ađ sjá mesta herveldi heimssögunar leita ađ einum höltum gömlum manni í 8 ár án nokkurs árungurs!
óli (IP-tala skráđ) 27.8.2008 kl. 16:39
Óli,
Er hann lifandi? Hvernig veistu? (Forvitni hjá mér.)
Annars gleymdir ţú ađ nefna ađ á međan einn her (sá bandaríski, í bandalagi viđ eins og tvo til ţrjá tugi ađra heri) leitar ađ manninum ţá eru vinir ţínir í td Sýrlandi, Íran, Pakistan og Palestínu meira en tilbúnir ađ veita honum skjól (og bera viđ fullveldi/sjálfstćđi til ađ halda hinum illu bandarísku, íslensku, ţýsku, frönsku, sćnsku, dönsku osfrv. friđargćsluliđum frá).
Svo feluleikurinn er ekki alveg beinlínis á milli vinar ţíns Osama bin Laden og óvina ţinna í Bandaríkjunum, Japan, Danmörku, Ástralíu, Íslandi og fleiri löndum. Ţú ert kannski ađ skrifa undir ađeins meira en bara tilhlökkun yfir óförum eins lands sem ţú hefur óbeit á af ótilgreindum ástćđum.
Geir Ágústsson, 27.8.2008 kl. 20:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.