Hvað hefur fólk á móti CO2-sameindinni?

Hin ágæta sameind, CO2, hefur átt undir högg að sækja seinustu misseri. Fólk vill kenna auknu hlutfalli hennar í andrúmslofti Jarðar seinustu 200 ár (tæp 0,04% og fer vaxandi) um allskyns hörmungar og hamfarir, og jafnvel leggja til að sá litli hluti sem mannkynið leggur til CO2-hlutfallsins með brennslu á gömlum risaeðlum og mosa (olía og kol) sé skertur í svo stórum stíl að lífskjör mannkyns verði send til fornaldar.

Þegar fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, stakk upp á því að kenna CO2 um öll heimsins vandamál til að stuðla að framgangi kjarnorkuframleiðslu í Bretlandi (og losna þannig við eilíf verkföll kolanámuverkamanna), þá efast ég að henni hafi dottið í hug að græningjum heimsins tækist að breyta hugdettu sinni í allsherjar árás á frjálst markaðshagkerfi. Sú er samt raunin. Græningjar vilja að plöntur vaxi og séu grænar. Þeir vilja samt ekki að plöntur fái nóg að "borða" í formi aukins CO2-hlutfalls í andrúmsloftinu (meira að segja núna á tímum hnattkólnunar þegar matvælaframleiðsla heimsins er að hægja á vexti sínum). Þeir vilja bara setja tappa á útblástursrör heimsins og vona að það dugi til að kæfa kapítalismann.

Nei, heimurinn er ekki að hitna, hann er sennilega að kólna.

Nei, CO2 er ekki drifkraftur hlýnunar eða kólnunar andrúmsloftsins, þótt sameindin hafi vitaskuld einhver áhrif á allt, rétt eins og allt annað hefur áhrif á allt.

Nei, þú ert ekki að fara að slökkva á tölvunni þinni núna til að "spara orku". Þú vilt einfaldlega ekki skerða orkunotkun þína því þú vilt varðveita lífskjör þína. Verk þín tala. Orð þín, séu þau í mótsögn við verk þín, falla dauð til jarðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það mætti gefa þessu nýtt nafn: CO2-Aflátsbréfasala. Útgefandi: The Federal Revenge of the Left (The FedL - síðustu tíu dyr til vinstri)


Kær kveðja frá hlutabréfamörkuðum Afríku (fyrstu dyr til hægri)

Gunnar Rögnvaldsson, 25.6.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er einmitt þetta sem er svo skrýtið, að gera koldíoxíð að óvini samfélagsins, koldíoxíðið sem er besti vinur plantnanna!

Meiri vitleysan.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.7.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband